Um Sundfélagið Ægi

Sundfélagið Ægir var stofnað þann 1. maí árið 1927.

Ægir er eitt stærsta og besta félagið í Reykjavík og hefur átt reglulega fulltrúa á Ólympíuleikum og fjöldann allan af sundmönnum í landsliði SSÍ bæði í fullorðinsflokkum og unglingaflokkum.

Auk þess að stunda metnaðarfullt starf fyrir bestu sundmennina þá er unnið með uppbyggjandi skipulag sem hefst í Gullfiskahópum með stigvaxandi kröfum upp í Gullhóp.

Yngri hópar félagsins æfa í Breiðholtslaug en þeir eldri æfa í Laugardalslaug.

Á sumrin er starfræktur sundskóli fyrir 4-12 ára í innilauginni í Breiðholtslag.

Stjórn 2024-2025

NafnTölvupósturSímiHlutverk
Helgi Þór Þórssonformadur@aegir.is856 2045Formaður, SRR

Foreldrastarf

Foreldrastarf er mjög mikilvægur þáttur í starfi Sundfélagsins Ægis. Foreldrar aðstoða við undirbúning og framkvæmd sundmóta, hafa umsjón með fjáröflun í samstarfi við stjórn félagsins og skipuleggja ýmsa félagslega viðburði. Í Sundfélaginu Ægi starfar öflugt foreldraráð sem hefur það að markmiði að styðja sundfólkið og félagið.