Fara að efni
- grein
Ferða- og mótanefnd Sf Ægis skal skipuð þremur fulltrúum tilnefndum
af foreldraráði Sf Ægis og tveimur fulltrúum skipuðum af stjórn félagsins.
- grein
Ferða- og mótanefnd hefur umsjón með mótahaldi félagsins í samvinnu
við yfirþjálfara og stjórn og einnig æfinga og keppnisferðir Sf Ægis.
- grein
Stjórn Sf Ægis leggur nefndinni til fjármagn í sérstakan sjóð sem
standa skal straum af kostnaði við mót og ferðir.
- grein
Gjaldkeri félagsins skal hafa fjármálalega umsýslu sjóðsins.
Staðfest á aðalfundi Sf. Ægis 22. febrúar 2005