Nettó mót Ægis 2025 í 25m laug

Nettó mót Ægis verður haldið í Laugardalslaug 4. og 5. október 2025

Mótið er ætlað krökkum 14 ára og yngri.

  • Krakkar 10 ára og yngri synda á C-móti. Þar fá allir skráðan tíma, en tímarnir teljast ekki
    gildandi.
  • Krakkar 11–14 ára synda á B-móti og fá þar gilda tíma.
  • Fatlaðir og ófatlaðir synda saman í riðlum, og keppt er samkvæmt reglum World
    Aquatics og IPC.
  • Ef barn fætt 2015 vill keppa í 11–12 ára flokki og fá gilda tíma, þá er það í boði.
  • Ef einhverjir eldri en 14 ára vilja taka þátt er velkomið að hafa samband við okkur. Við
    getum þá skráð viðkomandi til leiks, en tekið skal fram að 15 ára og eldri keppa ekki til
    verðlauna.
  • Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega sendið póst á yfirthjalfari@aegir.is

Skráning

  • Stungugjöld fyrir 1. hluta: 650 kr. fyrir einstaklingsgrein og 950 kr. fyrir boðsund.
  • Stungugjöld fyrir 2. og 3. hluta: 850 kr. fyrir einstaklingsgrein og 950 kr. fyrir boðsund.
  • Aukagjald: 1.000 kr. fyrir skráningar sem berast eftir að skráningarfrestur er liðinn.
  • Boðsund: Nafnalista þarf að skila í síðasta lagi 30 mínútum áður en mótshluti hefst.
  • Skráningar: Sendist á aegir@aegir.is.
  • Skráningarfrestur: Til miðnættis, mánudaginn 28. september 2025.
  • Greiðsla stungugjalda: Í síðasta lagi fimmtudaginn 3. október 2025.

Reikningsupplýsingar:
Sundfélagið Ægir
Kt. 420369-4929
Reikningur: 0115-26-8888
Skýring: Nettó-Ægir

Verðlaun

  • Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sæti í einstaklings greinum í 11-12 ára og 13-14 ára.
  • Aðeins eru veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í boðsundsgreinum
  • Ekki eru veitt sérstök verðlaun í flokkum fatlaðra
  • 10 ára og yngri fá þátttöku verðlaun að loknu móti í 1.hluta.
Morgunhluti. Laugardagur 4.okt 2025
Upphitun hefst kl 08:15 og lýkur kl 08:50
Keppni hefst kl. 09:00
Mótshluti er fyrir 10 ára og yngri og er C mót
125 skriðsund KK
225 skriðsund KVK
350 skriðsund KK
450 skriðsund KVK
525 baksund KK
625 baksund KVK
750 baksund KK
850 baksund KVK
925 bringusund KK
1025 bringusund KK
1125 bringusund KK
1225 bringusund KK
1325 flugsund KK
1425 flugsund KVK
154x25m skriðsund blandað
Seinni hluti. Laugardagur 4.okt 2025
Upphitun hefst kl. 13:00 og lýkur 13:50
Keppni hefst kl.14:00
Mótshluti er fyrir 11-14 ára
16100m Baksund KK
17100m Baksund KVK
1850m Bringusund KK
1950m Bringusund KVK
20200m Skriðsund KK
21200m Skriðsund KVK
2250m Flugsund KK
2350m Flugsund KVK
24100m Fjórsund KK
25100m Fjórsund KVK
264x50m Skriðsund KK
274x50m Skriðsund KK
Morgunhluti. Sunnudagur 5.okt 2025
Upphitun hefst kl 08:15 og lýkur kl 09:00
Keppni hefst kl. 09:10
Mótshluti er fyrir 11-14 ára
2850m Skriðsund KVK
2950m Skriðsund KK
30100m Bringusund KVK
31100m Bringusund KK
3250m Baksund KVK
3350m Baksund KK
34100m Flugsund KVK
35100m Flugsund KK
36200m Fjórsund KVK
37200m Fjórsund KK
38100m Skriðsund KVK
39100m Skriðsund KK
404x50m Fjórsund KVK
414x50m Fjórsund KK

Fínn árangur hjá Bjarndísi Olgu í Tallinn

Bjarndís Olga tók þátt í International Children’s Games í Tallinn þar sem hún keppti fyrir hönd Ægis.
Hún náði fínum árangri og komst í úrslit í 200 m baksundi.

Við hjá Ægi erum stolt af Bjarndísi – til hamingju með glæsilegan árangur!

Sumarsundskóli Ægis

Sumarsundskóli Ægis er sundnámskeið fyrir 4-12 ára krakka. Þetta er frábær undirbúningur fyrir börn sem eru að fara að byrja í skólasundi í haust og líka au sem eru lengra komin em læra þá undirstöðuatriði í baksundi og bringusundi.

Námskeiðin fara fram í innisundlaug í Breiðholtslaug og er hvert námskeið er í tvær vikur og er hver tími 40 mínútur.

Fyrsta sundnámskeiðið hefst 10.júní.

Smellið hér til að skrá á Sportabler:https://www.abler.io/shop/aegir/sund

VIT-HIT leikar 2025

Það voru 19 sundmenn úr Ægi ásamt fríðu og öflugu föruneyti sem skelltu sér á VIT-HIT leikana á Akranesi fyrstu helgina í júní. Sumir voru að synda á sínu fyrsta sundmóti á meðan aðrir voru til dæmis að ná lágmörkum á AMÍ og undirbúa sig fyrir stærsta mót ársins hjá yngri hópunum. Samvinna og gleði einkenndi alla Ægiringa þessa helgi.

Skoðið myndirnar frá VIT-HIT leikunum á samfélagsmiðlunum okkar.

Ægir á Instagram

Ægir á Facebook

Uppskeruhátíð Ægis 2024

Uppskeruhátíð Ægis fyrir árið 2024 fór fram laugardaginn 8. febrúar 2025.
Fjölmennt var í salnum og góðar veitingar í boði sem sundmenn sáu um
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu 2024. Í stigakeppninni eru tekin 2 stiga hæstu sund sundmanna í hverjum aldursflokki (notast við gamla kerfið).
Við óskum öllum sundmönnum til hamingju með frábært ár 2024. Það er nóg um að vera framundan og við hlökkum til að takast á við komandi verkefni.
Á meðfylgjandi myndum má sjá verðlaunahafa Ægisskjaldar og Guðrúnarbikars fyrir árið 2024.

Allar myndir af verðlaunahöfum sem mættu á hátíðina má finna á samfélagsmiðlum Ægis.

Ylfa Ásgerður og Birgir Hrafn taka á móti Ægisskyldinum
Bjarndís Olga tekur á móti Guðrúnar bikarnum ásamt barna barni Guðrúnar.

RIG 2025

Sundkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram 24. – 26. janúar 2025Það eru 20 Ægiringar sem synda á RIG í ár en Ægir keppir sem hluti af Reykjavíkurliðinu sem er sameiginlegt lið allra sundfélaga í Reykjavík.Það verður því sannkölluð sundveisla í Laugardalslauginni þegar sterkasta sundfólk Íslands, Ólympíufarar og sterkt sundfólk frá norðurlöndunum, evrópu, asíu og víðar úr heiminum kemur saman til að hefja 50m tímabilið. Sundkeppnin verður ein sú sterkasta sem hefur verið á RIG, von er á um 180 erlendum keppendum en um 350 íþróttamenn munu stinga sér í sundlaugina.

Við hvetjum ykkur til að mæta og styðja okkar fólk.Keppnin fer fram í Laugardalslaug:- Föstudagur 16:00-20:00 – undanrásir og úrslit- Laugardagur 9:30-13:00 – undanrásir- Laugardagur 17:00-19:30 – úrslit- Sunnudagur 9:30-13:00 – undanrásir- Sunnudagur 17:00-19:30 – úrslit

Við sjáum og veitingar í sjoppunni og því tilvalið að fá sér kaffi og veitingar og styrkja Ægi í leiðinni.

Hægt er að fylgjast með keppninni rafrænt því að smella hér.
https://live.swimify.com/competitions/reykjavik-international-games-2025-01-24/events/summary/1/1

Jólaskemmtun Reykjavíkurfélagana

Reykjavíkurfélögin héldu sameiginlega jólaskemmtun í Laugardalslaug þann 14. desember.

Jólaskemmtunin var í tveimur hlutum hlutar þar sem fyrri hlutinn var jólametamót og svo jólaskemmtihluti á eftir.

Þátttakendur voru 199 í heildina og af þeim voru 41 sundmenn frá Ægi og sýndu yngstu iðkendurnir hvað þeir voru búnir að læra í vetur og eldri sundmenn kepptu í blönduðu boðsundi með núðlur.

Jólasveinninn kom með glaðning handa krökkunum svo var synt í kringum jólatré og var svo endað á happadrætti með fjöldann allan af vinningum.

Það var því mikið fjör og gleði á sameiginlegri jólaskemmtun Reykjavíkurliðanna.

ÍM25 8.-10. nóvember 2024

Sundfélagið Ægir syndir sem hluti af liði Reykjavíkur á Íslands- og Unglingameistaramótinu í 25m laug sem fram fer í Ásvallalaug, í Hafnarfirði, helgina, 8.-10. nóvember 2024.

Sundráð Reykjavíkur sendir frá sér sameiginlegt lið Reykjavíkur sem er samansett af Sunddeildum KR, Fjölnis og Ármanns sem og Sundélagsins Ægis. Það eru 41 sundmenn sem synda fyrir Reykjavík á ÍM25 2024 og þar af eru 18 frá Sundfélaginu Ægi.

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér: https://live.swimrankings.net/43947/

Einnig verður streymi alla helgina hér : https://www.sund.live/channel?name=im25


Áfram Reykjavík!

Nettó mót Ægis 12. okt


Nettó mót Sundfélagsins Ægis verður 12. október fyrir krakka 13 ára og yngri.

Frábært mót fyrir sundmenn sem eru að synda sín fyrstu sundtök á móti.

Mótið er í tveimur hlutum og verða veitt þátttökuverðlaun til 10 ára og yngri í 1. hluta. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sæti í einstaklings greinum í 11 ára og yngri og 13.ára og yngri í öðrum hluta. Aðeins eru veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í boðsundgreinum. Ekki eru veitt sérstök verðlaun í flokkum fatlaðra.

Sú nýbreytni verður á þessu móti, að það verða innheimt þátttökugjöld í stað stungugjalda.
Allar upplýsingar veitir Berglind Ósk Bárðardóttir, yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis í tölvupósti yfirthjalfari@aegir.is.

Við hvetjum alla Ægisforeldra til að hjálpa til við mótið hvort sem það eru dómarstörf, sjoppan eða annað.

Smellið hér til að skoða starfsmannaskjalið til að skrá sig í verkefni.

Ægis keppnisfatnaður verðir til sölu í sjoppunni. Hægt er að skoða hann nánar með því að smella hér.

Æfingar haustið 2024

Nú eru æfingar komnar á fullt í öllum hópum.

Það er ennþá laust í nokkra hópa og því er um að gera tryggja sér pláss sem fyrst.
Skráningar og nánari upplýsingar um alla hópa er að finna með því að smella hér.