banner_5.jpg
 
Sundfélagið Ægir
Ægir Reykjavíkurmeistarar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Kristrún   
Mánudagur, 02. febrúar 2015 20:22

Meistaramót Reykjavíkur var haldið síðastliðin föstudag og laugardag og kepptu alls 43 sundmenn 11 ára og eldri. Í liðakeppni á milli félaganna í Reykjavík var Sundfélagið Ægir hlutskarpast og sigruðu.

Teitur Þór Ólafsson, try Marta Buchanevic, pharmacy Hilmir Örn Ólafsson og Inga Elín Cryer fengu viðurkenningu fyrir að vera með þrjú stigahæstu sund í sínum aldursflokkum.

Eygló Ósk Gústafsdóttir var valin sundkona Reykjavíkur.

Til hamingju Ægiringar

 

Úrslit

 

Nánar...
 
Gullfiskanámskeið frestast um viku Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 06. september 2020 15:04

Vegna viðgerða á innilaug Breiðholtslaugar sem átti að ljúka í síðasta mánuði þá erum við nauðbeygð til að fresta Gullfiskanámskeiði sem á að hefjast á þriðjudag um eina viku. Námskeiðið lengist þá um eina viku í staðinn. Staðan verður tekin aftur í lok vikunnar með framhaldið. Vinsamlegast fylgist með skilaboðum hér á síðunni og á facebook síðum félagsins.

Á meðan á þessu stendur þá verða Bleikjur áfram úti í barnalauginni.

Frekari upplýsingar má fá á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Stjórn og þjálfarar.

 
Úrslit frá jólamótinu Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Kristrún   
Sunnudagur, 14. desember 2014 22:32

Fjölmargir sundmenn tóku þátt í jólamótinu á laugardag. Margir ungir og efnilegir sundmenn. Jólasveinninn kom í heimsókn og kíkti á sundmennina. Hér má sjá úrslit frá mótinu. Gleðileg jól!!

 

Úrslit

 
Arena - mót Ægis í 25m laug Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ingigerður   
Miðvikudagur, 04. október 2023 19:41

Arena-mót Ægis fer fram helgina 7.-8. október

Mótið verður í 4 hlutum. Annarsvegar fyrir 13 ára og eldri (hlutar 1 og 4) og 12 ára og yngri (hlutar 2 og 3). Synt er skv. reglum FINA og IPC.

Skráningar eru komnar inn á splash appið þar sem hægt er að sjá greinar sem sundmenn synda sem og tímaáætlun og ca lengd hluta.

Allar nánari upplýsingar um mótið eru hér

Við minnum alla á að skrá sig fyrir hlutverkum á mótinu inni á Sportabler spjallinu og dómarar mega endilega skrá sig hjá Ingibjörgu yfirdómara. Skráningar um dómgæslu berist til: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Garpamótið Ægis - Úrslit Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Laugardagur, 09. mars 2013 17:43

62 íslandsmet garpa voru sett í dag. Góð stemming var í lauginni en keppendur voru rúmlega fimmtíu talsins frá átta félögum af þeim voru 19 Ægiringar. Yngsti keppandinn var 31 árs en sá elsti 67 ára. Þetta var fyrsta garpamót sem haldið hefur verið í 50m laug í langan tíma.

 

Úrslit garpamótsins sem var haldið í dag 9. mars eru <<hér>>

þeir sem vilja fá úrslitin sem Hytek skjal, and hafið samband við Rémi.

 

Myndir sem Guðmundur Harðarsson tók eru <<hér>>

 

alt

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 12 af 212
 

Á döfinni:

WorldClass