find us on facebook

hb

WorldClass


banner_6.jpg
 
Verið velkomin á heimasíðu Ægis
Fréttir af afreksstarfi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 06. september 2018 09:31

Í þessari viku sækir Guðmundur yfirþjáfari Ægis, 50 ára afmælisráðstefnu bandaríska sundþjálfarasambandsins, ASCA. Ferð Guðmundar er liður í að efla þjálfun enn frekar hjá Ægi og mun hann miðla reynslu og efni af ráðstefnunni til allra þjálfara Félagsins. Á ráðstefnunni munu færustu þjálfarar heims fjalla um sundíþróttina og sundþjálfun frá ýmsum hliðum, allt frá barna- og unglingaþjálfun upp í afreksþjálfun, styrktarþjálfun sundmanna, nýjustu tækni og nýtingu gagna við þjálfun, svo fátt eitt sé talið.

Stjórnin.

 
Skráningardagur, Laugardaginn 25. ágúst Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 24. ágúst 2018 08:47

Laugardaginn 25. ágúst verður Ægir með skráningardag, og verða þjálfarar á vegum Ægis til viðtals í anddyri Breiðholtslaugar frá kl. 10:00 – 12:00. Þar verður hægt fá upplýsingar um sundhópa og skrá börn á námskeið og í sundhópa. Einnig er hægt að ganga frá skráningu á heimasíðu félagsins www.aegir.is og fá upplýsingar í tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , og í síma 820-3156.

Sundæfingar yngstu hópanna, Gullfiska og Bleikja hefjast 1. september í Breiðholtslaug.

Stjórn og þjálfarar.

 
Skráning hafin fyrir haustmisseri 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 27. júlí 2018 15:06

Kæru sundmenn og forráðamenn. Nú er skráning í sundhópa hafin fyrir haustmisseri 2018. Eins og áður þá fara skráningar fram í rafrænu skráningarkerfi Sundfélagsins Ægis (Nóra). Hægt er að greiða með greiðslukorti eða skipta greiðslum í allt að 3-5 hluta (eftir hópum) með því að fá senda greiðsluseðla í heimabanka. Hefjið skráningu með því að smella hér eða á krækjuna vinstra megin á síðunni.

Það er afar mikilvægt að skrá sundmenn sem fyrst til að hægt sé að staðfesta æfingtöflu hópanna en fyrstu drög að henni má finna hér eða á síðunni til vinstri. Vakin er athygli á því að æfingataflan getur breyst næstu vikur á meðan allir hópar eru að komast í gang.


Æfingar Gull- og Silfurhópa hefjast 1. ágúst. Aðrir hópar hefja æfingar sem hér segir:


Bronshópur 13. ágúst,

Höfrungar og Laxar, 20. ágúst,

Bleikjur og Gulfiskar 1. september.


Mikilvægt er að fylgjast með fréttum hér á heimasíðu félagsins og frá þjálfurum á facebook síðum hópanna (Gull, Silfur, Brons).

Stjórnin.

 
Yfirþjálfaraskipti hjá Ægi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 02. júlí 2018 07:06

Jacky Pellerin hefur nú látið af störfum eftir 10 ára farsælt starf sem yfirþjálfari hjá Ægi. VIð þökkum Jacky fyrir þennan tíma og óskum honum alls hins besta.

Guðmundur Sveinn Hafþórsson er nýr yfirþjálfari Ægis og hefur hann formlega störf þann 1. ágúst næstkomandi. Guðmundur, sem er nýfluttur til landsins frá Danmörku, verður þó til taks fram að þeim tíma og hafa má samband við hann í tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . VIð óskum Guðmund velkominn til starfa fyrir félagið og við væntum mikils af honum á komandi árum.

 
Niðurstaða Aðalfundar 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 03. maí 2018 17:12

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis var haldinn miðvikudaginn 2. maí 2018.

Helstu niðurstöður fundarins urðu þær að Lilja Ósk Björnsdóttir var endurkjörinn formaður félagsins til tveggja ára og Helgi Þór Þórsson var sjáflkjörinn í stjórn í stað Pálu Þórisdóttur sem lokið hefur starfstíma sínum. Þá var Ólafur Örn Ólafsson var endurkjörinn í stjórnina til tveggja ára og þau Ásgeir Ásgeirsson og Júlía Þorvaldsdóttir sitja áfram en þau eiga eitt ár eftir af kjörtímabili sínu. Stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum. Þá var Hólmsteinn Ingi Halldórsson kjörinn skoðunarmaður reikninga og Guðni Einarsson til vara.

Skýrsla stjórnar var kynnt og samþykkt. Reikningar félagsins voru birtir skömmu fyrir fundinn og voru samþykktir með fyrirvara um áritun skoðunarmanns.

Lög félagsins haldast óbreytt næsta árið en stjórninni var falið að endurskoða og endurskrifa lögin í heild sinni á komandi starfsári. Þá var stjórninni falið að setja sér stefnu og starfsreglur í samskiptum við félagsmenn og notkun samfélagsmiðla. Tengt þessu þarf að taka mið af nýjum persónuverndarlögum sem taka gildi 24. maí nk. Þá komu ábendingar um að uppfæra þyrfti heimasíðu félagsins.

Stjórn Sundfélagsins Ægis þakkar Pálu Þórisdóttur sértaklega fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarin 2 ár.

Fundinn sóttu um 20 manns. Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, fyrrum formaður félagsins og ritari var Júlía Þórvaldsdóttir.

Stjórnin.

 
 

Á döfinni:

TYR sundfatnaður og fylgihlutir
Aqua Sport – sundverslun, Bæjarlind 1-3 í Kópavogi er einn af aðalstyrktaraðilum Ægis. Ægiringar fá verulegan afslátt af vörum verslunarinnar. Opið frá kl. 10 – 17. 30 virka daga.
Nánar á Aquastport.is

Heimasiða Aquasport

Heimasíða TYR


  Nýjasta tölublað Swimming World