banner_2.jpg
 
Þríþraut


Hálf ólympisk þríþraut í Hafnarfirði - Úrslit Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Sunnudagur, 05. júní 2011 21:58

Í dag stóð 3SH að keppni í sprettþraut sem fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Nýtt þátttökumet var slegið og luku rúmlega 70 manns keppni og er greinilegt að áhuginn á þríþraut fer sívaxandi. Á laugardeginum var boðið upp á vörusýningu (EXPO) ýmissa aðila sem bjóða upp á vörur tengdar þríþraut og var aðsóknin mjög góð.
Heildarsigurvegarar í þrautinni voru Torben Gregersen, sickness 3SH, see í karlaflokki og Birna Björnsdóttir, pharmacy 3SH, í kvennaflokki. Bæði hafa þau unnið fyrstu tvær keppnir ársins og haft nokkra yfirburði.

 

Ægiringarnir voru 23 samtals  sem er 1/3 af öllum keppendum.

Fyrsti Ægiringurinn sem kom í mark var Vignir Þór Sverrisson sem var í 2. sæti rúmlega mínútu eftir Torben, og í kvennaflokki var Margrét Pásldóttir í 5. sæti á 18 konum samtals.

Einnig vann Gylfi Guðnason í flokki 40ára og eldri.

Heildarúrslit finnst hér

Til hamingju allir!

 

Næstu þríþraut eru Hálf Járnkarl 10. júlí í Hafnarfirði og Ólympísk þríþraut í Hverragerði 23. júli í umsjón Ægis-þríþrautar

Keppnisdagskrá er á www.triathlon.is

 
Hálf ólympisk þríþraut 5. júní í Hafnarfirði Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Sunnudagur, 29. maí 2011 14:56

3SH heldur hálf ólympíska þraut þann 5. júní kl. 09:15.
Synt verður í Ásvallalaug (750m), and hjólað á Krísuvíkurvegi (20km) og hlaupið um Vallarhverfið (5km).

Keppt verður í tveimur aldursflokkum og veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin, aldursskipting er eftirfarandi:

  • 16 til 39 ára karla og kvennaflokkur
  • 40 + karla og kvennaflokkur

Skráning (smella hér) er opin til og með 3. júní. Allar nánari upplýsingar er að finna inn á www.3sh.is
Athugið að hámarksfjöldi keppenda eru 80 manns og því vissara að skrá sig sem fyrst.

 
Metþátttaka í Kópavogþriþrautinni Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Mánudagur, 16. maí 2011 21:36

Kópavogsþríþrautin fór fram sunnudagsmorgun og var sett nýtt þátttökumet í þríþraut á Íslandi en alls skiluðu 78 keppendur sér í mark. Veður var með besta móti 6-7°C og 3-4m/s.

Fyrstur í mark hjá körlum var Torben Gregersen – 3SH og fyrsta kvenna var Birna Björnsdóttir – 3SH.

Fyrtsu Ægiringar voru Vignir Sverrisson og María Ögn Guðmundsdóttir.

Endanleg flokkaúrslitin má sjá hér

Myndir af viðburði eru á www.triathlon.is

 

 
Kynning á þríþraut og keppnum sem verða í sumar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Föstudagur, 06. maí 2011 22:28

pharmacy helvetica, treat sans-serif;">Ægir Þríþraut stendur fyrir kynningu á þríþraut og þeim keppnum sem eru í boði í sumar.  Kynningin verður haldin í sal Laugardalslaugarinnar og hefst kl. 20:00 þann 11. maí.

Farið verður m.a. yfir:

  • Æfingar og undirbúning fyrir þríþraut
  • Keppnir sumarsins og stigakeppni
  • Keppnisreglur og skráning í Þríþrautarfélög
  • Keppnisundirbúningur
  • Taktík í þríþrautarkeppnum

Til sýnis verður þríþrautarfatnaður frá Aquasport auk ýmsar útfærslur á keppnishjólum.

Allir velkomnir og við hvetjum nýliða í íþróttinni sérstaklega til að mæta.

Umsjónarmaður kynningunar verður: Vignir Sverrisson - Járnkarl.

 
Kópavogsþríþraut - Sunnudaginn 15 maí Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Miðvikudagur, 04. maí 2011 17:10

Þríþrautarfélag Breiðabliks heldur fyrstu þríþraut ársins, pills  sunnudaginn 15. maí í Kópavogslaug.

Mæting 9:00, ræst 9:40


Sund: 400 metrar

Hjól: 10,4 km

Hlaup: 2,9 km

 

Þátttökugjald kr. 1.500,- í forskráningu, 2.500,- á staðnum. Takmarkaður keppendafjöldi.
Greiðist á reikning 0322-13-100454  og kennitalan: 430591-1429 og kvittun á bertelingi(hjá)gmail.com

Athugið hjálmaskylda og 16 ára aldurstakmark. Þátttakendur keppa á eigin ábyrgð.

 

Keppt í aldursflokkum 16-39, 40-49 og 50 ára og eldri. Verðlaun fyrir fyrstu 3 sæti í hverjum flokki karla og kvenna. 
Einnig úrdráttarverðlaun í boði frá Aquasport sérverslun sund- og þríþrautarfólks, og NIKE umboðinu.

 

Skráning fer fram á www.hlaup.com

Allar upplýsingar um þrautina eru á Heimasíðu Breiðablíks

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 16 af 20
 

aegir_3traut

Kt. 441207-1070

reikningsnr. 303-26-44120

 

Vetur 2012/13

 

Sundæfingar:

Innilaug Laugardal

Mánudaga: 7:00-8:00

Þriðjudaga: 6.15 - 7.30

Fimmtudaga: 20:30- 21:45

Laugardaga: 8:00-9:00 (Útilaug)

 

Hjólaæfingar:

Þriðjudaga kl. 18:00 - 20:00

Sunnudaga: 9:00- 12:00

Allar hjólaæfingar eru útiæfingar

Mæting: Laugar

 

 

Útiæfingar

Mæting: Laugar

 

 

Hlaupaæfingar:

Í samstarfið með Laugarskokk

Mánudaga: 17:30

Miðvikudaga: 17:30

Laugardaga kl. 9.00

 

Stjórn 2012

Jens Kristjánsson: formaður
jenskristjans(hjá)simnet.is

Rémi Spilliaert: Gjaldkeri
remisp50(hjá)hotmail.com

Arndís Björnsdóttir
arndisbj(hjá)hotmail.com

Gunnhildur Sveinsdóttir
dundasveins(hjá)gmail.com

Þorhallur Halldórsson
prothallus(hjá)gmail.com

Ari Eyrberg
ari(hjá)intellecta.is


 

 

WorldClass