banner_11.jpg
 
Þríþraut


Siðasta Innitvíþraut vetrarsins verður haldin 23. febrúar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Föstudagur, 22. febrúar 2013 14:53

Fjórða innitvíþraut seríunar verður haldin 23. febrúar kl. 12.

Sund: Innilaug Laugardalslaug Hlaup: Hlaupabretti World Class í Laugum

Mæting: Matsalur World Class Greiðsla: Á staðnum fyrir keppnina. Skráning: Hér neðar eða á staðnum. Skráningu lýkur 1/2 tíma fyrir keppnina.

diagnosis sans-serif; font-size: 10pt;">- Æskilegt er að mæta tímanlega á keppnisstað um klukkan 11:00 og alls ekki síðar en 11:30, það tekur sinn tíma að taka á móti greiðslum, útdeila tímaflögum og merkja fólk. Svo verður auðvita að vera nægur tími til upphitunar. - Upphitun verður í útilaug. - Aðgangur að World Class er innifalinn í keppnisgjaldinu. - Einungis er tekið á móti peningum, enginn posi á staðnum. - Synt verður í 50 m laug og því þarf að synda 10 ferðir. Gert er ráð fyrir ca. 4 - 5 sundmönnum á braut. Talningafólk verður við hverja braut. - Þegar keppendur eru komnir nálægt því að klára 5 km á hlaupabrettinu þurfa þeir að gera mótshöldurum viðvart í tíma, með því að lyfta hendi. - Óheimilt er að hlaupa á hlaupabrettinu ber að ofan. - Ölgerðin skaffar drykki fyrir keppendur.

Skráning er <<hér>>

Reglurnar fyrir þrautina eru <<hér>>

 
Árshátið og Aðalfundur Ægis3 verður 23. febrúar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Föstudagur, 22. febrúar 2013 14:25

Árshátið og aðalfundur félagsins verða haldin á morgun í húsnæði Kiwanis klúbbsins Smiðjuvegi 13a í Kópavogi.

Boðið verður upp á mat frá Saffrán og óáfenga drykki fryrir einungis 2.000kr.

Það er enn þá hægt að skrá sig <<hér>>:

Frekari upplýsingar á facebook síðunni félagsins.

Allir velkomnir!

 
Sundæfingar 18. - 23. Febrúar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Mánudagur, 18. febrúar 2013 10:55

Sundæfingar vikunar eru <<hér>>

Kv. Rémi

 
Aðalfundur, Árshátið, Innitvíþraut - 23. febrúar Takið daginn frá ! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Laugardagur, 09. febrúar 2013 11:41

Kæra þríþrautarfólk og félagar 

 

Laugardaginn 23. febrúar næstkomandi ætlum við að ljúka innitvíþrautaseriunni með miklum glæsibrag og eiga svo góða stund um kvöldið. 

 

Eftir keppnina verða veitt verðlaun fyrir besta árangur karla og kvenna í keppninni bæði heildar árangur og í hverjum aldursflokki fyrir sig. Verðlaunaafhendingin fer fram klukkan 13:30 í World Class - matsal. 

 

Um kvöldið ætlum við svo, order gamlir og nýjir félagar í Ægir3 að fagna nýju ári í góðum félagsskap með smá hátíð og halda um leið aðalfund. Makar að sjálfsögðu velkomnir. Ef einhverjir hafa brennandi áhuga á að komast í stjórnina mega þeir endilega gefa sig fram. 

 

Ætlunin er að hittast í sal Kiwanis klúbbsins í Kópavogi. Sigurður H. Sigurðarsson ætlar að halda fyrirlestur um IM reynsluna sína í Florida og Svíss. Nánar um tímasetningar síðar. 

 

Verðinu verður stillt í hóf 3.500 kr. (kostnaðarverð fyrir mat) og hver og einn kemur með áfenga drykki fyrir sig, gos í boði hússins. 

 

Við lofum góðri tónlist úr spinning tímunum hjá Jens, frábærum félagsskap og einhverjum uppákomum. 

 

Endilega skráið ykkur. 

SKRÁNING Á MEÐFYLGJANDI SLÓÐ:
https://docs.google.com/forms/d/1BnMqr_edoT4plBSMqcioaYP3AMsMq5XWgYX6_4saSiU/viewform 

 

Við hlökkum til að eigum góða kvöldstund saman. 
Stjórnin

 
RIG - Innitvíþraut Úrslit Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Laugardagur, 26. janúar 2013 17:21

Reykjavíkurleikunum í innitvíþraut lauk rétt eftir hádegi í dag. Keppnin fór þannig fram að fyrst syntu þátttakendur 500 metra í Laugardalslaug og hlupu svo strax í kjölfarið 5 km á hlaupabretti í World Class.  

Í karlaflokki luku 31 þátttakandi við þrautina. Hetja dagsins var Sigurður Örn Ragnarsson úr Gullhópi Ægis sem vann á tímanum 24:16, drugstore en rétt á eftir honum og í öðru sæti varð Stefán Guðmundsson, ambulance 3SH, á 24:30. Í þriðja sæti var Steinn Jóhannsson 3SH á tímanum 25:47.

 

Sigurvegari í kvennaflokki var Agnes Kristjánsdóttir, ÍR, á tímanum 28:18 en í öðru sæti var Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, á 29:13 og því þriðja Ebba Særún Brynjarsdóttir, 3SH, á 30:01. Als luku 10 konur keppni í dag.

 

Keppni í innitvíþrautinni gekk mjög vel að sögn aðstandenda og kláruðu nær allir þátttakendur þrautina. Eðlilega vöktu keppendur mikla athygli í World Class þegar þeir æddu inn í salinn úr sundlauginni og byrjuðu að hlaupa á um 50 hlaupabrettum sem voru frátekin fyrir þá.

 

Úrslitin tvíþrautinar eru hér:  <<heildarúrslit>> og <<flokkaúrslit>>
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svipmyndir frá keppninni (Myndataka og klipping: Bent Marinósson) <<mbl.is >>

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 3 af 20
 

aegir_3traut

Kt. 441207-1070

reikningsnr. 303-26-44120

 

Vetur 2012/13

 

Sundæfingar:

Innilaug Laugardal

Mánudaga: 7:00-8:00

Þriðjudaga: 6.15 - 7.30

Fimmtudaga: 20:30- 21:45

Laugardaga: 8:00-9:00 (Útilaug)

 

Hjólaæfingar:

Þriðjudaga kl. 18:00 - 20:00

Sunnudaga: 9:00- 12:00

Allar hjólaæfingar eru útiæfingar

Mæting: Laugar

 

 

Útiæfingar

Mæting: Laugar

 

 

Hlaupaæfingar:

Í samstarfið með Laugarskokk

Mánudaga: 17:30

Miðvikudaga: 17:30

Laugardaga kl. 9.00

 

Stjórn 2012

Jens Kristjánsson: formaður
jenskristjans(hjá)simnet.is

Rémi Spilliaert: Gjaldkeri
remisp50(hjá)hotmail.com

Arndís Björnsdóttir
arndisbj(hjá)hotmail.com

Gunnhildur Sveinsdóttir
dundasveins(hjá)gmail.com

Þorhallur Halldórsson
prothallus(hjá)gmail.com

Ari Eyrberg
ari(hjá)intellecta.is


 

 


WorldClass