banner_6.jpg
 
Fréttir af Ægis-Görpum
Garpamót Ægis / Ægir Masters Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 17. mars 2015 08:33

Garpamót Ægis verður haldið í Laugardalslaug laugardaginn 21. mars. nk. Sjá upplýsingar um mótið hér að neðan:

Garpamót Ægis upplýsingar

Ægir Masters (in english)

 
Garpaæfingar að hefjast Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 12. september 2014 06:51

Boðið er upp á sundæfingar með þjálfara fyrir alla áhugasama á hvaða aldri sem er, sem velja sund sem íþrótt og vilja halda sér í formi hvort sem er sem almenna líkamsrækt eða keppnissund. Keppt er í garpasundi eftir aldursflokkum 20 ára og eldri (20-24 ára (gestir), 25-29 ára, 30-34 ára osfrv ...)

Þjálfari: Jacky Pellerin ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. )

Æfingatímar Garpa 2014-2015 í Laugardalslaug:
Mánudaga kl.19.15-20.30 innilaug m. þjálfara
Miðvikudaga kl.19.15-20.30 innilaug m. þjálfara
Föstudaga kl.17.30-19.00 útilaug sjálf (sept+okt)
Morgunæfingar fimmtudaga kl. 05.45-7.00 innilaug sjálf

Æfingagjöld: 
15.000 kr. september - desember (báðir meðtaldir) Innifalið í æfingagjöldum er 5000 kr skráningar- og mótagjald + 2500 kr á mánuði í æfingagjöld v þjálfara.

Skráningargjald: 5000 kr eingreiðsla fyrir alla þá sem vilja vera í garpahópnum, fá aðgang að æfingum, en synda/æfa sjálfir og vilja keppa fyrir Ægisgarpa.

Þeir sem vilja æfa með görpum í vetur vinsamlega skrá sig rafrænt í Norihttps://aegir.felog.is (opnar fljótlega) og ganga frá greiðslu.

Í boði er veglegur afsláttur af árskorti í sundlaugar Reykjavíkur, ásamt góðum afslætti af líkamsræktarkorti í World Class. Þeir sem hafa áhuga á slíku þurfa að vera skráðir í Ægi í gegnum Nori og búnir að ganga frá æfingagjöldum. Einungis er hægt að kaupa kortin í gegnum sundfélagið Ægi.

Æfingar hófust miðvikudaginn 10. september kl. 19.15

Sjáumst hress !

 

 
Úrslit frá Garpamóti - 15. mars 2014 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Laugardagur, 15. mars 2014 16:30
<<Úrslit frá garpamóti>>
 
Guðlaug þóra úr Ægi3 vann Þorláksmessusundið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Mánudagur, 23. desember 2013 13:48

Þorláksmessusundið var haldið 23. sinn í morgun í Sundlaug Kópavogs.

Atburðurinn er haldinn á vegum Breiðabliks og Þríkó þar sem syntir eru 1500m í útilauginni.

Þátttakendur voru samtals 62  í karla og kvennaflokki og þar af 17 sundmenn frá Ægi.

Ægis konur komu sáu og sigruðu þar sem tvær af þeim voru á verðlaunapalli. Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Guðlaug Þóra Marinósdóttir, pill ampoule sem æfir með þríþrautarhópnum á glæsilegum tíma, pills 22:29. Helga Sigurðardóttir úr garpahópnum varð í 3. sæti á 22:36.

Í karlaflokki vann ólympíumeistarinn úr Fjölni Jón Margeir Sverrisson á tímanum 17:54. Fyrstur karla úr Ægi var garpurinn Rémi Spilliaert á tímanum  24:56.

 

Úrslitin má finna <<hér>>

 
Franskameistaramót garpa í Antibes Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Þriðjudagur, 25. júní 2013 21:51

Rémi sundgarpur Ægis tók þátt í franskameistaramótið garpa sem fór fram um helgina 19.-23. júní í Antibes á frönsku rívierunni. Keppt er árlega í 50m laug og nú tóku 1550 manns þátt. Yngsti keppandinn var fædd 1988 og sú elsta var fædd í 1921! Rémi keppti í 1500m, pilule 400m, here 200m, 100m skrið og í 400m fjórsundi. Gékk ágætlega, hann setti PB í fjórum af fimm greinum og íslandsmet í öllum greinum.

Úrslitin mótsins eru <<hér>>. 

 

Myndin fyrir neðan: Bræðurnir Rémi og Pierre Spilliaert á mótinu í Antibes. Pierre í flokki 50-54 ára syndir fyrir sundfélagið Grenoble Alp'38. 

P6210272

 
«FyrstaFyrri1234567NæstaSíðasta»

Síða 1 af 7
 

Garpaæfingar

Æfingatímar Garpa í

Laugardalslaug:

Mánud.    19:15 - 20:30

Miðvikud. 19:15 - 20:30

Föstud.    17:30 - 19:00

Morgunæfingar:

Fimmtud. 05:45 - 07:00

Uppfært 12.09.2014

WorldClass