banner_12.jpg
 
Frétt


Eygló Ósk og Anton Sveinn sundmenn ársins 2011 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 21. desember 2011 15:23

sundmenn_arsins

Eygló Ósk og Anton Sveinn sundfólk ársins
Í gær tilkynnti Sundsamband Íslands um val á sundkonu árisins og sundmanni ársins 2011.

more about no rx ed avant garde;">Sundkona ársins 2011 er Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu Ægi.
Hún er stigahæsta íslenska konan í 25m laug í 200 metra baksundi (845 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (791 FINA stig).   Eygló hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut.
Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona og er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim.

eyglo_nmuHelsti árangur á árinu 2011 er eftirfarandi:
Á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein vann Eygló til tvennra gullverðlauna þ.e. í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi, auk tveggja bronsverðaluna í 200 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi. Auk þess vann hún til verðlauna í boðsundum á mótinu.
Á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór í Belgrað í júlímánuði vann Eygló það einstaka afrek að vinna til silfurverðlauna í 200 metra baksundi á nýju íslandsmeti, aðeins 7/100 úr se´kúndu frá gullinu.
Auk þess keppti hún í 200m baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50m braut, sem fram fór í Shanghai í Kína.
Á Norðurlandameistaramóti unglinga, sem fram fór í Laugardalslauginni nú í desember, varð Eygló Þrefaldur norðurlandameistari í 50, 100 og 200 metra baksundi.

Sundmaður ársins 2011 er Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu Ægi
Anton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (792 FINA stig).  Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 metra braut.
Anton Sveinn bætti m.a. 23 ára gamalt met Ragnars Guðmundssonar Ægi í 1500 metra skriðsundi, en það met var sett á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Þessum árangri náði hann á Smáþjóðaleikunum í Liectenstein í byrjun júní.Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum og er mjög fjölhæfur sundmaður eins og sjá má á upptalningunni hér að neðan nær hann góðum árangri í öllum sundaðferðum.  Hann hefur mikið úthald, en sterkastu er hann í milli- og lengri vegalendunum.

anton_nmuHelsti árangur á árinu 2011 er eftirfarandi:
Á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein vann Anton til gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi, silfurverðlauna í 400 metra fjórsundi og 400m skriðsundi og bronsverðlauna í 200 metra skriðsundi, 200 metra fjórsundi, og 200 metra flugsundi. Auk þess vann Anton til verðlauna með bosundsveitum Íslands.
Anton tók einnig þátt í Evrópumeistarmóti unglinga í Belgrad. Þar varð hann í 16. sæti í 400m skriðsundi, 11. sæti í 1500 metra skriðsundi  og 13. sæti í 800 metra skriðsundi. 
Anton nái lágmarki á Heimsmeistaramótiði í 50m braut og keppti þar í 800m skriðsundi.
Anton Sveinn varð fjórfaldur norðurlandameistari á Norðurlandameistaramóti unglinga nú fyrr í desember. Þar sigraði hann í 1500 metra skriðsund á núju glæsilegu Íslandsmetii, 50 metra bringusundi, 400 metra fjórsundi og 400 metra skriðsundi.

 
29 Ægiringar taka þátt í Þorláksmessusundi á föstudaginn Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Þriðjudagur, 20. desember 2011 15:27

Ægiringarnir verða mjög sýnilegir í þorkláksmessundinu næsta föstudag. 29 Ægiringar, health bæði úr þríþrautahópi og garpahópi, ask eru skráðir og þetta er næstum því helmingurinn af öllum keppendum þar sem nú þegar eru 60 sundmenn skráðir samtals. 

Þorláksmessusundið er árlegt 1500m sund sem hefst í Kópavogslauginni kl. 8.00 að morgni Þorláksmessu. Sundið er í umsjón Garpanna, look Sunddeildar Breiðabliks og frekari upplýsingar um atburðinn má finna hér:

http://garpar.breidablik.is/thorlaksmessusund

 

 
Rvk. mót 6.-7. janúar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 16. desember 2011 10:59

cialis avant garde;">srrReykjavíkurmeistaramót í sundi 2012

verður haldið í Laugardalslauginni 6. og 7. janúar.

Föstudag:           Upphitun   kl. 16:00 – 16:50  Mót kl. 17:00

Laugardag :       Upphitun:  F.h. kl. 08:10-09:00  Mót   kl. 09:15

Upphitun:                               E.h. kl. 15:00-15:50  Mót   kl. 16:00

ATH: 10 ára og yngri keppa bara á laugardegi.

Þjálfarar munu skrá í mótið milli jóla og nýárs. - Ef e-h geta ekki mætt þá þurfið þið að láta þjálfara vita sem fyrst.
Gull, Silfur, Brons, Höfrungar og Laxar munu taka þátt í mótinu.

Hver keppandi í flokkum 11 ára og eldri má aðeins taka þátt í þremur greinum í hverjum hluta og að hámarki átta einstaklingsgreinum á mótinu öllu. Hver keppandi 10 ára og yngri má taka þátt í hámarki fimm einstaklingsgreinum á mótinu öllu.

Í lok mótsins verður haldin  PIZZA veisla á 2. hæðinni í Laugardalnum og er öllum þátttakendum boðið þangað til að borða saman og taka við lokaverðlaununum.

Smellið á nánar til að sjá uppröðun greina.

Nánar...
 
Stiga og jólamót Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 12. desember 2011 23:12

joli_i_kafiStiga og Jólmamót Ægis verður haldið 17. desember.

Mótið hefst klukkan 12 og áætluð mótlok klukkan 15

Gull og Silfur keppir í öllum 50m greinum og Brons og yngri synda Skrið og Bringu í Stigamóti.

Þjálfarar taka niður skráningar í þessari viku.

Mjög mikilvægt að þið látið þjálfara ykkar vita ef þið ætlið að keppa og einnig ef þið getið ekki mætt.

 
NMU: Eygló með Íslandsmet í 200m baksundi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 11. desember 2011 21:28

EyglóEygló Ósk Gústafsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið sitt í 200m baksundi um tæpa 1.sek síðan á IM-25 fyrir mánuði síðan. Stórglæsilegur árangur. Með þessum tíma varð hún Norðurlandameistari (16-18).

Anton Sveinn var Norðurlandameistari (18-20) í 400m skriðsundi á tímanum 3:52.06 og bætti Ægismetið sitt um 5 sek. Birkir Snær varð í 8.sæti (16-17) á 4:08.70.  Rebekka  fór 400m skrið á 4:34.29

Guðlaung Edda í úrslitum í 200baksundi og var í 8.sæti á 2:25.94

Í gAntonær var Anton Sveinn Norðurlandameistari(18-20) í 50m bringsundi og Eygló Ósk Norðurlandameistari (16-18) í 50m baksundi og setti nýtt Stúlknamet í greininni 0:28, look 23

Anton Sveinn var svo aftur Norðulandeistari í 400m fjórsundi á tímanum 4:24.35 á nýju Ægismeti.

Guðlaung Edda var 8. Í úrslitum á 1:00.95

Mótið gekk í alla staði vel og krakkarnir okkar stóðu sig með miklum sóma.

>>> Myndasíða GÞH frá NMU

 

 
«FyrstaFyrri111112113114115116117118119120NæstaSíðasta»

Síða 116 af 133
 

Á döfinni:

WorldClass