banner_15.jpg
 
Frétt


Eygló Ósk og Anton Sveinn í úrslit á EM50 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 16. maí 2016 18:07

Ægiringarnir Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee voru rétt í þessu að komast í úrslit í sínum greinum á EM50 í London. Eygló synti í sinni sterkustu grein, this pharmacy 200 metra baksundi, clinic og var fimmta inn í úrslit. Anton Sveinn var sjöundi inn í úrslit í 100 metra bringusundi. Úrslitin verða synt á morgun. Við óskum Eygló og Antoni og íslenska liðinu til hamingju með árangurinn en Bryndís Rún Hansen úr SH náði inn í undanúrslit í 50 metra flugsundi í dag með því að setja íslandsmet í greininni í undanrásum í morgun. Jacky Pellerin yfirþjálfari Ægis og landsliðsþjálfari er með íslenska liðinu í London.

 
Ný stjórn kosin á Aðalfundi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 07. maí 2016 08:07

Ný stjórn var kosin á Aðalfundi Sundfélagsins Ægis sem haldinn var þann 26. apríl síðastliðinn. Nýr formaður stjórnar er Lilja Ósk Björnsdóttir. Þá koma Pála Þórisdóttir og Ólafur Ólafsson ný inn í stjórn en þau Ásgeir Ásgeirsson og Júlía Þorvaldsdóttir sitja áfram. Stjórnin skipti með sér verkum á fyrsta fundi sem hér segir: Júlía Þorvaldsdóttir var kosin varaformaður, prescription Pála Þórisdóttir gjaldkeri og Ásgeir Ásgeirsson ritari. Þau Lilja og Ásgeir taka sæti í Sundráði Reykjavíkur.

Fráfarandi stjórn er þakkað gott starf í þágu félagsins en þau Gunnar Valur Sveinsson, Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, Þórunn Margrét Gunnarsdóttir, Bjarni Jakob Gíslason, Magnus Nilsen og Högni Ómarsson gengu úr stjórn. Sérstaklega er þakkað fyrir framlag fráfarandi formanns Gunnars Vals Sveinssonar en hann sat samfleytt í 11 ár í stjórn félagsins. Þá er Þórunni Kristínu Guðmundsdóttur einnig þakkað fyrir hennar framlag en hún hefur starfað í og með stjórn og fyrir félagið um árabil. 

Þá voru samþykktar breytingar á lögum þar sem stjórnarmönnum fækkar nú úr 9 í 5 að formanni meðtöldum.

 
Bleikjusýning og Krónusund, 1. maí Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 25. apríl 2016 21:28

Þann 1. maí heldur Sundfélagið Ægir upp á 89 ára afmæli félagsins. Það er hefð fyrir því að þá sé haldin sundsýning yngstu hópa eða Bleikjuhhópa og svokallað Krónusund eldri hópa. Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 kr. á hvern metra syntan metra, view 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 kr. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann.

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, viagra 40mg Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitum til þjálfara í síðasta lagi 29. apríl.

Bleikjusýningin hefst kl. 9:00 og Krónusundið hefst að sýningunni lokinni og verður þetta haldið í Laugardalslaug. Kaffiveitingar verða til sölu í umsjá Foreldrafélagsins.

Þjálfarar og Foreldrafélag Ægis.

 
Framboð til stjórnar Sundfélagsins Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 17. apríl 2016 09:57

Stjórn Sundfélagsins Ægis hvetur foreldra sundmanna og aðstandendur þeirra til að taka þátt í starfi félagsins með setu í stjórn þess. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Einnig má bjóða sig fram á Aðalfundi. 

Stjórnin.

 
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis, 26. apríl 2016 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 31. mars 2016 21:31

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis fyrir starfsárið 2015 verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00 á efri hæð Laugardalslaugar. Ath. breyttan fundartíma!

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
   1. Setning
   2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
   3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
   4. Reikningar félagsins lagðir fram.
   5. Umræður um skýrslu og reikninga. Reikningar bornir upp. 
   6. Lagabreytingar (tillögur berist minnst viku fyrir aðalfund)
   7. Ákvörðun um árgjald
   8. Kosningar
       a) Kosning formanns til eins árs í senn.
       b) Kosning fjögurra stjórnarmanna til tveggja ára.
       c) Kosning endurskoðanda og eins til vara
       d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR
   9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð.
 10. Önnur mál.

Lög og markmið félagsins má finna á heimasíðu Ægis - www.aegir.is


Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. 

Sundfélagið Ægir leitar sífellt að fólki sem er reiðubúið til að taka að sér stjórnarstörf fyrir félagið en í stjórn sitja 9 stjórnarmenn að formanni meðtöldum. Stjórnarmenn sitja 2 ár í senn


Þá reiðir félagið sig á að foreldrar og velunnarar séu tilbúnir  að taka að sér tæknistörf, salve dómgæslu og vinnu í foreldraráði.

  • Vinna í foreldraráði felur m.a. í sér fararstjórn í æfingaferðum, hospital umsjá fjáröflunar og að halda utan um félagsstarf sundhópa. Leitað er að tveimur einstaklingum fyrir hvern sundhóp félagsins til að taka að sér störf í foreldraráði.
  • Árlega eru auglýst dómaranámskeið sem gefa réttindi til dómgæslu á sundmótum. Foreldrar eru hvattir til að sækja þau og í framhaldinu að dæma fyrir félagið. 


Foreldrar og aðrir þeir sem vilja gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Stjórnin.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 11 af 125
 


WorldClass