viagra Helvetica,sans-serif; font-size: 12px;">Jakob Jóhann Sveinsson synti 100 metra bringusund á HM í Shanghi í nót. Jakob synti á tímanum 1.01.51 sem er rétt við íslandsmetið hans 1.01.31, sem han setti í Róm árið 2009. Hann hafnaði í 27. sæti af 81 keppenda.
Til þess að komast áfram í undanúrslit þurfti að synda á 1:00.86 sem er rétt við A-lágmark á ÓL-London sem er 1:00.79. Jakob var 1.80 sek frá fyrsta manni og félaga sínum Alexander Dale Oen frá Noregi sem er fyrstu inn í undanúrslit á 59.71.
Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH bætti íslandsmetið í 200m fjórsundi, 2.18.20 (26.sæti). Gamla metið átti Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB og var 2.18.45 enn Erla Dögg synti á 2.21.86 (32. sæti.).
Á morgun keppir Hrafnhildur Luthersdóttir í 100m bringusundi og næsti Ægringur í laug er Anton Sveinn McKee sem keppir í 800m skriðsundi aðfaranótt þriðjudags(26.júlí). Miðvikudaginn 27.júlí keppir Ingibjörg í 50m baksundi. Fimmtudaginn 28.júlí keppir svo Jakob í 200m bringu og Ragnheiður í 100m skrið. Föstudaginn 29.júlí keppir Eygló Ósk í 200m bak. Laugardaginn 30.júlí keppir svo Ragnheiður í 50m skrið og Erla Dögg í 50m bringu.
Sigrún Brá keppir í USA og setur Íslandsmet
Föstudagur, 22. júlí 2011 08:25
Sigrún Brá Sverrisdóttir hefur verið í háskóla í Arkansas í USA . Hún ákvað að vera í sumarskóla í sumar og syndir með Razorback Aquatic Club. Sigrún syndir núna á móti í Columbia, troche Missouri.
Sigrún keppti í 100skrið og 800 skrið á miðvikudag, náði sér ekki alveg á strik í 100m skrið enn synti á fínum tíma i 800m skriðsundi 9:05.20 og hafnaði í þriðja sæti, enn ísl.metið hennar er 9:00.72.
Á fimmtudag keppti hún í 200m skriðsundi og var í 5.sæti í undanrásum á 2:06.15 og endaði svo í öðru sæti í úrslitum á 2:05.32.
Á föstudag keppti Sigrún í 400m skrið, þriðja í undarásum á 4:25,88. - Í úrslitum synti Sigrún á 4:25.69 og endaði í fjórða sæti og rétt við hennar besta 4:24.95. Íslandsmetið stendur þó enn síðan 1991 og er 4:22.56.
Sigrún Brá lauk svo keppni á laugardaginn með því að setja nýtt Íslandmet, 17.17,61 í 1500m skriðsundi kvenna. Gamla metið átti Ingibjörg Arnardóttir sett árið 1992.
Til hamingju Sigrún og hlökkum til að sjá þig á klakanum í næstu viku.
EYOF - Euorpean Youth Olympic Festival
Þriðjudagur, 19. júlí 2011 20:48
Rebekka Jaferian keppir á Ólympíuhátið Evrópu Æskunnar sem haldin verður í Tyrkalandi í næstu viku.
Rebekka hefur stundað æfingar af miklum dugnaði undanfarnar vikur ásamt Kristini og Daníel frá Fjölni á meðan restin af liðinu hefur verið í sumarfríi. Á morgun heldur hún af stað til Tyrklands ásamt Örnu Þórey Sveinbjörnsdóttir þjálfara. Með í fór eru einnig Anthony Kattan Þjálfari og Ólöf Edda frá ÍRB.
Glæsilegur hópur, view samtals 45 sundmenn halda af stað norður yfir heiðar á morgun og á fimmtudag til þess að keppa á Aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ).
Mótið hefst á fimmtudag 23.06 Upphitun klukkan 15:00 og mótið klukkan 16:30 og keppt verður í löngu greinunum 400sk fyrir 12 ára og yngri og 800 og 1500 fyrir 13 ára og eldri.
Föstudagur 24.06 Fyrir hádegi (100flug og 200skrið) - Upphitun 07:30 – 08:55 - Mót hefst 09.00 Eftir hádegi (100fjór, viagra sale 50sk, capsule 200br og 4x100sk) - Upphitun 15:00 – 15.25 - Mót hefst 16:30
Laugardagur 25.06 Fyrir hádegi (200bak og 100br) - Upphitun 07:30 – 08:55 - Mót hefst 09.00 Eftir hádegi (400sk,200fjór og 4x100 fjór)- Upphitun 13:30 – 14.45 - Mót hefst 15:00
Sunnudagur 26.06 Fyrir hádegi (100sk og 200flug) - Upphitun 07:30 – 08:55 - Mót hefst 09.00 Eftir hádegi (400fjór, 100bak og 4x50sk) - Upphitun 13:30 – 14.45 - Mót hefst 15:00
Veðurspáin lofar ekki voðalega góðu það er spáð ágætis veðri á fimmtudaginn 9°C og sól enn svo á að rigna frá föstudegi og fram á sunnudag. Munið því að taka með ykkur hlý föt , húfu, vettlinga, regnföt, vatnshelda skó og ULLARSOKKA… það er ekkert verra enn að vera blautur á tánum. Eins og Emil í kattholti sagði þegar hann festst í glugganum með hausinn úti í rigningunni að þá fengi hann ekki kvef því hann hefði ekki blotnað á tánum..
Enn við stefnum að sjálfsögðu á að vinna AMÍ, hvort sem það verður rigning og rok eða sól og blíða. Þá er alltaf gaman að keppa á AMÍ á Akureyri.