Þriðjudaginn 12.mars næstkomandi kl.17.30 verður haldinn aðalfundur Sundfélagsins Ægis.
Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum á annarri hæð Laugardalslaugar í Reykjavík. Hann er haldinn á sama tíma og æfingar eru í eldri hópum félagsins og því ætti að henta vel að mæta á fund þegar verið er að skutla krökkunum á æfingu.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
1. Setning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
4. Reikningar félagsins lagðir fram.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp.
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun um árgjald
8. Kosningar:
- a) Kosning formanns til tveggja ára
- b) Kosning stjórnarmanna í laus stjórnarsæti til tveggja ára
- c) Kosning endurskoðanda og eins til vara
- d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR
9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð.
10. Önnur mál. Á fundinum verður kosið um laus stjórnarsæti. Þá er formaður félagsins kosinn sérstaklega. Framboð til formanns og stjórnar má tilkynna fyrir fundinn með tölvupósti áÂ
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Lög og markmið Ægis má finna með því að smella hér. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast formanni með tölvupósti áÂ
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
 minnst þremur dögum fyrir fundinn.
Við hvetjum foreldra sundiðkenda til að mæta á aðalfundinn og taka þátt í starfi félagsins með virkum hætti.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Sundfélagsins Ægis. |