banner_3.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Jólamót Ægis verður á sunnudag! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 08. desember 2015 22:01

Jólamót Ægis verður haldið sunnudaginn 13. desember, í Laugardalslaug. Mótið sem jafnframt er annað Stigamót vetrarins hefst með upphitun kl. 9:30 og stendur til uþb. 12:30. Bleikjur mæti 10:00.

Þetta er skemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að stíga sín fyrstu spor á sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra. 

Dagskráin verður eftirfarandi (tímasetningar geta þó hliðrast):
09:30 Upphitun 
10:00 Stigamót hefst
        25 metra baksund (10 ára og yngri)  
        50 metra baksund (14 ára og yngri)
      100 metra baksund (11 ára og eldri)
      100 metra fjórsund (opinn flokkur)
10:45 Sundsýning Bleikja
        25 metra bringusund  (10 ára og yngri)
        50 metra bringusund (14 ára og yngri)
      100 metra bringusund (11 ára og eldri)
        25 metra skriðsund (10 ára og yngri)
        50 metra skriðsund (14 ára og yngri)
      100 metra skriðsund (9 ára og eldri)
    1500 metra skriðsund karla (11 ára og eldri)
12:30 Móti lýkur.
jólasveinn 
 
Tímataka og dómgæsla verður á mótinu.
 
Inga Elín setti Íslandsmet í 200 metra flugsundi! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 04. desember 2015 14:43

Inga Elín Cryer setti glæsilegt Íslandsmet í morgun í 200 metra flugsundi á EM25 þegar hún synti á tímanum 2:13, viagra 95. Hún bætti fyrra met sitt um tæpar 4 sekúndur. Inga Elín hafnaði í 15 sæti og náði því ekki inn í úrslit. Frábær árangur hjá Ingu Elínu!

 
Special Practice Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 00:04

Næstkomandi sunnudag, seek 22 nóvember, verðu haldin sameginleg æfing fyrir Brons, Höfrunga og Laxa hópa. Á æfingunni munu nokkrir þjálfarar sundfélagsins vera viðstaddir og farið verður yfir snúninga, stungur og helstu tækni atriði í sundi.
Mæting er klukkan 09:30 í Laugardalslaugina en æfingunni lýkur klukkan 12:00.
Að æfingunni lokinni munum við saman borða hádegisverð og þurfa sundmennirnir því allir að mæta með 1000 kr. Það má áætla að hádegisverðurinn verði til 12:30 eða 12:45.
Við hvetjum alla til að mæta þar sem æfingin verður mjög gagnleg og skemmtileg.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

 
Fjáröflun fyrir sundhópa Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 05. nóvember 2015 17:35

Nú er komið að fjáröflun vegna væntanlegra verkefna allra sundhópa félagsins (Bleikju, help Laxa, Höfrunga, Brons, Silfur, Gull og Elite). Þetta er í fyrsta skiptið sem Bleikjum er boðið að taka þátt í fjáröflun og er þetta góð leið fyrir börnin að safna sér fyrir t.d. Ægisfatnaði og sundfatnaði.

Skila þarf pöntunum í síðasta lagi föstudaginn 13. nóvember. Afhending  er 20. nóvember. Frekari upplýsingar og pöntunarblað má fá með því að senda póst á fjáröflunarnefndina á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Upplýsingar um þær vörur sem eru á boðstólum má finna hér.

Hvetjum alla til ad taka þátt

Gangi ykkur vel, Fjáröflunarnefndin.

 
áríðandi tilkynning Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 30. september 2015 12:22
Næstkomandi föstudag og laugardag, treatment 2. - 3. október, sildenafil verða engar sundæfingar haldnar hjá Brons, Silfur og Gullhóp í Laugardalnum sökum þess að það er sundmót í lauginni.
 
«FyrstaFyrri21222324252627282930NæstaSíðasta»

Síða 22 af 133
 

Á döfinni:

WorldClass