banner_10.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis 2020 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 05. mars 2020 15:52

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis v/starfsársins 2019 verður haldinn miðvikudaginn 25. mars nk. kl. 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar. 

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
   1. Setning
   2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
   3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
   4. Reikningar félagsins lagðir fram.
   5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp. 
   6. Lagabreytingar (tillögur berist minnst viku fyrir aðalfund)
   7. Ákvörðun um árgjald
   8. Kosningar:
       a) Kosning formanns til tveggja ára (sitjandi formaður á eftir eitt ár af starfstíma sínum).
       b) Kosning stjórnarmanna í laus stjórnarsæti til tveggja ára (kosið verður um eitt laust stjórnarsæti)
       c) Kosning endurskoðanda og eins til vara
       d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR
   9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð.
 10. Önnur mál.


Á fundinum verður kosið um tvö laus stjórnarsæti. Framboð til stjórnar skal tilkynna fyrir fundinn á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , eða undir viðkomandi lið á fundinum.

Lög og markmið Ægis má finna á heimasíðu félagsins. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast formanni á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  minnst þremur dögum fyrir fundinn.

Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. Þar með talið eru stjórnarstörf, tæknistörf, dómgæsla og vinna í foreldraráði.

 • Vinna í foreldraráði felur m.a. í sér fararstjórn í æfingaferðum, umsjá fatamála og fjáröflunar og að halda utan um félagsstarf sundhópa. Leitað er að tveimur einstaklingum fyrir hvern sundhóp félagsins til að taka að sér störf í foreldraráði. 
 • Árlega eru auglýst dómaranámskeið sem gefa réttindi til dómgæslu á sundmótum. Foreldrar eru hvattir til að sækja þau og í framhaldinu að dæma fyrir félagið. 

Foreldrar og aðrir þeir sem vilja gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Stjórnin.

 
Uppskeruhátið Ægis var haldin um helgina Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 09. febrúar 2020 20:03
84824979 1300272310164068 5771612210967085056 o

 

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2019 var haldin um helgina. Veittar voru aldursflokkaviðurkenningar og viðurkenningar fyrir ástundun. Þá var Guðrúnarbikarinn afhentur fyrir árangur í telpna- og drengjaflokkum sem og Ægisskjöldurinn til stigahæstu sundmanna félagsins.

Sjá má myndir frá hátíðinni á facebook síðu félagsins.

 

Aldursflokkaviðurkenningar fyrir 2 stigahæstu sund ársins 2019 hlutu:

Hnátur, 10 ára og yngri
Hnátumeistari Kristín Ásta Sigtryggsdóttir 336 stig
2. sæti Ellen Júlíusdóttir 272 stig
3. sæti Embla Júlía Mjöll Róbertsson 247 stig
Hnokkar, 10 ára og yngri
Hnokkameistari Sigurjón Ágúst Högnason 156 stig
2. sæti Ingibjörn Natan Guðmundsson
Meyjur, 11 - 12 ára
Meyjumeistari Embla Dögg Helgadóttir 618 stig
2. sæti Hulda Björg Magnúsdóttir Nilsen 606 stig
3. sæti Írena Mjöll Elínardóttir 502 stig
Sveinar, 11 - 12 ára
Sveinameistari Dominic Daði Wheeleer 450 stig
2. sæti Oliver Leifsson Kaldal 399 stig
3. sæti Nicolas Mark Hrafnsson 299 stig
Telpur, 13 - 14 ára
Telpnameistari Rán Björnsdóttir 909 stig
2. sæti Elisa Björnsdóttir 819 stig
3. sæti Hulda Þorkelsdóttir 716 stig
Drengir, 13 - 14 ára
Drengjameistari Stefán Ingi Ólafsson 867 stig
2. sæti Jónatan Freyr Hólmsteinsson 745 stig
3. sæti Kolbeinn Kári Jónsson 528 stig
Stúlkur, 15 - 17 ára
Stúlknameistari Emilía Sól Guðmundsdóttir 1119 stig
2. sæti Emma Kolbrún Garðarsdóttir 830 stig
Piltar, 15 - 17 ára
Piltameistari Skúli Thor Ásgeirsson 1129 stig
2. sæti Teitur Þór Ólafsson 1056 stig
3. sæti Sveinn Elí Helgason 948 stig

 

Guðrúnarbikarinn er veittur í minningu Guðrúnar Einarsdóttur fyrrum formanss foreldra- og styrktarfélags Ægis. Guðrúnarbikar er úthlutað í telpna- og drengjaflokkum.

Guðrúnarbikar telpna     Rán Björnsdóttir
Guðrúnarbikar drengja    Stefán Ingi Ólafsson

 

Ægisskjöldurinn er æðsta viðurkenning sem Ægir veitir sundfólki úr sínum röðum en þeir eru veittir í minningu Ara Jónssonar fyrrum formanns Ægis. Ægisskjöldum er úthlutað til stigahæstu sundmanna félagsins.

Ægisskjöldur kvenna   Emilía Sól Guðmundsdóttir
Ægisskjöldur karla   Skúli Thor Ásgeirsson

 

Sundfélagið Ægir óskar þessum frábæru sundmönnum til hamingju með árangurinn 2019.

 
Vorönn 2020 að hefjast Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 03. janúar 2020 21:53

Kæru sundmenn í Ægi og aðstandendur. Í næstu viku 6. - 10. janúar hefja Bleikjuhópar, Höfrungahópar og Laxahópar sundþjálfun skv. stundatöflu. Gullfiskanámskeiðin hefjsta síðan í vikunni þar á eftir eða þann 14. janúar. Þær breytingar hafa orðið á Bleikjuhópum að þeir byrja núna 20 mínútum seinna en á haustönn. Þjálfari í Bleikjuhópum verður Símon Geir Þorsteinsson en hann heldur einnig utan um Gullfiskanámskeiðin.

Enn er ekki hægt að skrá í hópa en opnað verður fyrir skráningar á mánudaginn 6. janúar. þá verður Reykjavíkurborg búin að opna fyrir notkun á frístundastyrk 2020. Hægt er nú þegar að skrá í Gullfskanámskeiðin ef ekki er þörf á því að nýta frístundastyrk. Bent er á að hægt er að skipta greiðslum í skráningarkerfinu. Frístundastyrkur nemur kr. 50 þús. og er fyrir börn á aldrinum 6 - 18 ára. Hann nýtist því ekki þeim börnum sem eru á aldrinum 4 - 5 ára í Gullfiskahópum.

Við bendum ykkur á að fylgjast með upplýsingum hér á síðunni og á facebook síðum hópanna varðandi skráningar.

Stjórn og þjálfarar.

 
Ægir leitar að þjálfara Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 11. desember 2019 14:12

Ægir leitar að þjálfara til að þjálfa Bleikjuhópa félagsins frá áramótum. Æfingatímar eru á mánudögum og miðvikudögum skv. æfingatöflu á frá 16:00 - 18:15 í innilaug Breiðholtslaugar. Bleikjur eru á aldrinum c.a. 6 - 10 ára, hafa kynnst því að vera í vatni, kafa og taka fyrstu sundtök t.d. í Gullfiskahópum Ægis og þurfa nú læra grunnatriðin í t.d. skrið- og baksundi. Bleikjur sem hafa náð tökum á sundgrein geta tekið þátt í C-mótum á vegum Sundráðs Reykjavíkur.

Áhugasamir hafi samband við Guðmund Svein Hafþórsson, yfirþjálfara félagsins á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 770-4107.

 
Jólamót Ægis 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 01. desember 2019 21:39

Jólamót Ægisverður haldið LAUGARDAGINN 14. DESEMBER í Laugardalslaug. Mótið er fyrir þátttakendur allt frá Bleikjum og upp í Garpa. Dagskrá mótsins er sem hér segir:

 • Upphitun hefst kl. 08:30
 • Mót hefst kl. 9:00:
  • 25 metra baksund, 8 ára og yngri
  • 50 metra baksund, opinn flokkur
  • 100 metra baksund, opinn flokkurjólasveinn
  • 25 metra bringusund, 8 ára og yngri
  • 50 metra bringusund, opinn flokkur
  • 100 metra bringusund, opinn flokkur
 • Hlé
  • 25 metra skriðsund, 8 ára og yngri
  • 50 metra skriðsund, opinn flokkur
  • 100 metra skriðsund, opinn flokkur
  • 25 metra flugsund, 8 ára og yngri
  • 50 metra flugsund, opinn flokkur
  • 100 metra flugsund, opinn flokkur
  • 100 metra fjórsund, opinn flokkur
 • Móti lýkur um kl. 12:00.
Rafræn tímataka og dómgæsla verður á mótinu.

Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku. 

Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra. 
Stjórnin.
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 3 af 128
 

Á döfinni:

WorldClass