banner_10.jpg
 
Lágmörk á sundmót og landslið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst


Almenn sundmót á vegum SSÍ


ÍM-25 er Íslandsmeistaramótið í 25m laug og er haldið í nóvember ár hvert.  Um er að ræða fjögra daga mót þar sem keppt er í undanrásum og úrslitum. Stefnt er á að sem flestir sundmenn í Gull og Silfur hópum nái lágmörkum á þetta mót.

 

ÍM-50 er Íslandsmeistaramótið í 50m laug og er haldið mars ár hvert.  Um er að ræða fjögra daga mót þar sem keppt er í undanrásum og úrslitum. Stefnt er á að sem flestir sundmenn í Gull og Silfur hópum nái lágmörkum á þetta mót. Sjá hér krækju á upplýsingar um ÍM-50 á heimasíðu Sundsamabands Íslands.

 

UMÍ er Unglingameistaramót Íslands og er haldið í júní ár hvert. UMÍ er fyrir unglinga frá 13 - 18 ára og er hugsað sem eru að keppa að því að ná lágmörkum inn á Íslandsmeistarmót. Sjá hér krækju á upplýsingar um UMÍ á síðu Sundsambands Íslands.

 

AMÍ er Aldursflokkameistaramót Íslands og er haldið í júní ár hvert. Frá árinu 2013 verður keppt í þremur aldursflokkum á AMÍ þ.e. 10 ára, 11 ára og 12 ára. Sundmenn keppa til stiga fyrir sitt félag og það félag sem fær flest stig verður Aldursflokkameistari en einnig geta sundmenn orðið Aldursflokkameistarar í einstaklingreinum.  Stefnt er á að sem flestir sundmenn í Sundfélaginu Ægi á þessum aldri nái lágmörkum á þetta mót. Sjá hér krækju á heimasíðu AMÍ á vefsíðu Sundsambands Íslands.

 

Nánari upplýsingar um þessi mót má finna á heimasíðu SSÍ  http://www.sundsamband.is.

 

Landslið


Landsliðsnefnd og stjórn SSÍ semja viðmið og lágmörk við val landsliða SSÍ.


Unglingalandslið

Fyrsta þrep unglingalandsliðs er alþjóðlegt mót í Apríl. Næsta stig eru svo Norðurlandamót unglinga haldið í desember ár hvert. Þriðja og erfiðasta þrepið er svo Evrópumeistaramót Unglinga haldið í júlí/ágúst.
Einnig hefur verið valið í æfingahópa SSÍ en Landsliðsnefnd SSÍ vinnur að nánari útfærslu á þeim.

 

Landslið SSÍ

Tekur þátt í alþjóðlegum mótum svo sem Evrópumeistaramótum sem eru haldin bæði í 25m laug og í 50m laug, pill á  Smáþjóðaleikar eru haldnir í maí annað hvert ár. Heimsmeistaramótum bæði í 25m laug og í 50m laug. Fjórða hvert ár er svo keppt á Ólympíuleikum.

 

Nánari upplýsingar um Landslið, reglur og val í þau má finna á heimasíðu SSÍ http://www.sundsamband.is

 
 


WorldClass