banner_15.jpg
 
EMU - dagur þrjú Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 16. júlí 2010 08:17

Eygló Ósk

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti tvær greinar í morgun á EMU.  Fyrst synti hún 50m baksund á tímanum 31.82 sem er töluvert frá hennar besta tíma (30.45).  Svo synti hún stuttu seinna 200m skriðsund þar sem hún bætti sinn besta tíma og setti nýtt Ægis-stúlknamet 2:06.34 og hafnaði í 25.sæti og er annar varamaður inn í undanúrslitin.

Nú eru tveir dagar eftir. Á morgun keppir Eygló í 100m bak og Anton í 200m skrið og á sunnudaginn syndir Eygló svo 50m flug.

Við erum alveg rosalega stolt af þessum krökkum og sendum þeim baráttu kveðjur frá Íslandi.

ÍSLAND - Best í heimi...!!

 
 

Á döfinni:

WorldClass