banner_5.jpg
 
Flott byrjun á AMÍ. Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 24. júní 2010 22:02

Ægiringar hófu AMÍ með fljúgandi starti og leiðir stigakeppni félaga með 115 stig. Í öðru sæti er ÍA með 53 stig og ÍRB í þriðja sæti með 44 stig.

medicine avant garde;">Niðurstaða dagsins er Fimm Aldurflokkameistarar og eitt stulknamet.

Flest allir voru að bæta sína bestu tíma og margir sýndu frábær tilþrif.

Mótið hófst á 400m skriðsundi þar sem Kristján Albert landaði fyrsta Aldurflokka titli félagsins er hann sigraði á tímanum 5:28,19 og bætti sig um 11 sek. Elvar Smári varð í 5.sæti, 17 sek bæting og Hólmsteinn Skorri í 8.sæti.

Ragnheiður varð í 4.sæti með rúmlega 10 sek bætingu, Rebekka ´Ýr í 6.sæti með 30 sek bætingu og Steinunn í 8.sæti með 7 sek bætingu.

Í 800m skriðsundi Telpna kom svo annar Aldursflokkameistari. Rebekka Jaferian sigraði á tíman 8:25.32 og í þriðja sæti varð Lilja Benedikts. Á 9:44.6 (15sek bæting), Paulina í 6.sæti og Unnur í 8.sæti.

Birkir Snær varð Aldursflokkameistari í 1500m skriðsundi 15-16 ára á tímanum 16:48,93, góð bæting, Ægir í 8.sæti með góða bætingu á tímanum 17:42.39 og Einar í 10 á 18:03.96.

Eygló Ósk var Aldurflokkameistari í 800m skriðsund 15-16 ára á nýju Stúlnameti 8:49.26, Jóna Björk í þriðja sæti á 9:39.80, flott bæting, Ólöf Emla í 7.sæti á 9.51.33, góð bæting og Agla í 8.sæti á 10:09,37.

Anton Sveinn varð svo Aldurflokkameistari í 1500m skriðsundi 17-18 ára rétt við Piltamet Arnars Arnarsonar enn hann synti á 15:52,97

Maríanna varð svo í þriðja sæti í 800m skriðsundi 17-18 ára á tímanum 10:03,21

>>> Bein úrslit frá AMÍ

Haldið áfram á þessri leið - hvetjum alla til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn og hvetja þessa flottu krakka.

 
 

Á döfinni:

WorldClass