banner_11.jpg
 
Herbergi: Saphir 2 + Eygló Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 10. júní 2010 20:42

Flottur hópur

Við vöknuðum eldsnemma til að mæta á æfingu sem var kl 7. Sumir fengu sér morgunmat fyrir æfingu og aðrir eftir hana. Eftir æfingu þá fórum við að þrífa íbúðina okkar því að Jacky var að taka auka skoðun á herbergjum strákanna því þau voru víst ekkert allt of snyrtileg og auðvitað hjálpaði Eygló geðveikt mikið til. Jacky kom svo inn til okkar og sagði að herbergið okkar væri orðið mjög flott og miklu betra en seinast.

Þegar Jacky var búinn að kíkja á herbergið þá vorum við bara að horfa á þætti og chilla. Á meðan allir horfðu á þættina var Eygló steinsofandi. Síðan fórum við í hádegismat uppá Anacaba sem var ekkert sérstakur vegna þess að þetta var einhverskonar sjávarréttasull. Síðan fórum við aftur að horfa á þætti og Eygló sofnaði aftur! Þegar við fengum nóg af þáttunum þá fórum við í tennis fram að mat.  Síðan fórum við uppá herbergi að horfa meira á þætti þar sem við hrúguðum okkur upp í sófa, story patient sumir svitnuðu meira en aðrir.

Svo er dagurinn bara búinn og við sitjum hér þrjú að skrifa þennann pistil.

>>> Myndir frá 8.-10.júní

Eygló-Birkir-Eiríkur

 
 

Á döfinni:

WorldClass