Foreldraráð Sundfélagsins Ægis |
|
|
Foreldrastarf er mjög mikilvægur þáttur í starfi Sundfélagsins Ægis. Foreldrar aðstoða við undirbúning og framkvæmd sundmóta, hafa umsjón með fjáröflun í samstarfi við stjórn félagsins og skipuleggja ýmsa félagslega viðburði. Í Sundfélaginu Ægi starfar öflugt foreldraráð sem hefur það að markmiði að styðja sundfólkið og félagið.
Í foreldraráði Sundfélagsins Ægis starfa sundárið 2019 - 2020:
Í foreldraráði situr minnst einn fulltrúi foreldra úr hverjum æfingahópi. Foreldraráði er ætlað að samræma foreldrastarfið í Sundfélaginu Ægi. Foreldraráð Ægis tilnefnir tvo úr sínum hópi í Fatanefnd Ægis. Önnur verkefni Foreldraráðs eru samhæfing starfa við sundmót, veitingasala og fjáröflun í samráði við þjálfara og stjórn Sundfélagsins Ægis. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í Foreldraráði vinsamlegast hafið samband við okkur í síma: 820-3156 eða með í tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Úr lögum Sundfélagsins ÆGIS.
10. grein
Foreldraráð skal vera starfandi innan félagsins. Það skal skipað einum fulltrúa foreldra úr hverjum sundhópi félagsins og er skipað í tengslum við aðalfund félagsins. Markmið foreldraráðsins á að vera : - að styrkja sundmenn Ægis í öllum hópum til æfinga og keppni. - að efla samskipti allra hópa og vera leiðandi í samstarfi foreldra innan félagsins. - að starfa sjálfstætt og í samvinnu við stjórn Sundfélagsins Ægis að fjáröflun fyrir Sundfélagið Ægir. - að stuðla að nánari kynningu og upplýsingamiðlun til félagsmanna Sundfélagsins Ægis og starfa að ýmsum verkefnum í samvinnu við stjórn þess. Foreldraráð velur úr sínum hópi tvo einstaklinga til setu í stjórn Fatasjóðs Sf. Ægis. Foreldraráð tilnefnir þrjá einstaklinga í Ferða- og mótanefnd Sf. Ægis. Einnig velur ráðið úr sínum hópi áheyrnarfulltrúa til setu á stjórnarfundum félagsins.
Síðast uppfært 22.4.2019.
|