banner_14.jpg
 
Lokadagur IM-50 (4 gull,3 silfur og 1 brons) Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 22. mars 2010 14:11

Íslandsmeistarar:
Eygló Ósk sigraði 100m baksund með yfirburðum á tímanum 1:06.00 sem er innan við ½ sek frá Stúlknametinu og nýtt Ægismet í Stúlknaflokki og EMU-lágmark.

Jakob Jóhann Sigraði 200m bringusund með miklum yfirburðum á fínum tíma, seek 2:15.10. Jakob er greinilega í hörku formi. Það verður gaman að sjá hvað karlinn gerir á stórmótunum í sumar.

Eygló Ósk sigraði einnig 200m skriðsund á flottum tíma 2:06.79, nýtt Ægismet í Stúlknaflokki og undir EMU-lágmarki.

Anton Sveinn sigraði 200m skriðsund eftir æsispennandi keppni þar sem hann tryggði sér sigurinn með frábærum endaspretti, lokatími 1:57.63 sem er undir EMU-lágmarki og Ól.Ungmenna og Ægismet í Piltaflokki.

Silfurverðlaunahafar:
Sindri varð annar í 100m baksundi eftir mikla baráttu á tímanum 1:04.01.

Kvennaboðsundsveitin okkar í 4x100m skriðsundi endaði í öðru sæti eftir góða baráttu við SH á tímanum 4:31.45. Sveitina skipuðu: Jóhanna Gerða, Karen Sif,Eygló Ósk og Steinunn María.

Sama var uppi á teningnum hjá karlasveitinni enn hún endaði á tímanum 4:08.83. Sveitina skipuðu: Sindri, Jakob Jóhann, Styrmir MáR og Sigurður Örn.

Bronsverðlaun:
Karen Sif varð í þriðja sætií 200m skriðsundi eftir góða baráttu um 2-3ja sætið og endaði á tímanum 2:08.25.

Sundfélagið Ægir átti sundmenn í úrslitum í öllum greinum og A og B boðsundsveitir í öllum sundum. Lagt var upp með það markmið fyrir daginn að eiga fulltrúa í öllum greinum og það tókst.

200m Flugsund: Maríanna 4. Sæti 2:32.46, Paulina 6.sæti 2:36.51 og Sveinbjörn Pálmi 7 sæti 2:26.30.
100m Baksund: Íris Emma 5.sæti 1:13.03.
200m Bringusund: Steinunn María 4.sæti 2:51.44, Sveinbjörn Pálmi 5.sæti 2:49.04 og Ægir 7.sæti 2:52.47.
200 Skriðsund: Olga 5 sæti 2:16.05, Jóna Björk 7.sæti 2:17.15 og Sigurður Örn 4.sæti 2:01.48.
B-Kvennasveit 5 sæti (Karen Jóh, Olga, Maríanna og Jóna Björk)
B-Karlasveit 7 sæti 4:42.39 (Eiríkur Grímar, Sveinbjörn Pálmi, Ægir og Brkir Snær)

TIL Hamingju krakkar, það var gaman að sjá hvað allir börðust vel síðasta daginn þrátt fyrir að allir hafi verið orðnir þreyttir.

>>> Úrslit frá ÍM-50

 
 

Á döfinni:

WorldClass