banner_9.jpg
 
Úrslit frá Lyon, samantekt Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 08. mars 2010 13:58

Um helgina fóru fimm sundmenn frá Ægi ásamt yfirþjálfara á sundmót til Lyon í Frakklandi.

Þar voru sundmenn frá allri Evrópu og frá Nýja Sjálandi.
Þau sem fóru frá Ægi voru:  Jakob Jóhann Sveinsson - Anton Sveinn McKee - Birkir Snær Helgason - Jóna Björk Einarsdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Öll stóðu þau sig mjög vel. 
Jakob Jóhann vann 200m  bringusund á timanum 2.17, vialis 40mg look 36  og 100m bringusund á tímanum 1.03.03 og varð annar í 50m bringu 2/100 frá fyrsta sæti á tímanum 28.87.  Mjög góður tímar þar sem Jakob er nú kominn heim frá Flodírda þar sem hann var í æfingabúðum með Norska landsliðinu.

Anton Sveinn setti Piltameti í 1500m skriðsundi 16.31.84 sem er einnig undir lágmarki SSÍ á EMU(Evrópumeistaramót Unglinga).  Anton synti einnig til úrslita í 200m (1:58,80) og 400m skriðsundi (4:08,87) og setti Ægismet í Piltaflokki í báðum greinum.

Eygló Ósk setti Stúlknamet í 200m baksundi metra baksundi á tímanum 2.19.32 aðeins 50 / 100 frá Íslandsmeti systur sinnar Jóhönnu Gerðu Gústafdóttur.  Hún synti einnig í A-úrslitum á 50m baksundi 31.34 , 100m baksundi 1.06.37 og 100m skriðsundi 59.10.  Eygló synti undir lágmörkum á EMU og setti Ægis-Stúlknamet í 50m, 100m og 200m baksundi.

Birkir Snær og Jóna Björk voru á sínu fyrst stórmóti á erlendri grundu og stóðu sig mjög vel og voru að bæta sína bestu.  Jóna synti til B-úrslita í 400m skriðsundi.  En B-úrslit voru í flokki 14-18 ára.

Nú hefst bara lokaundirbúningur fyrir Íslandsmeistaramótið í 50m laug sem hefst eftir 10 daga...

>>> Úrslit Ægringa

>>> Heildarúrslit

 
 

Á döfinni:

WorldClass