banner_4.jpg
 
Góð helgi á Laugarvatni Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 08. mars 2010 10:17

Mikið var að gera hjá sundfólki hjá Sundfélaginu Ægi um helgina. Fimm sundmenn kepptu á sterku móti í Lyon í Frakklandi og Krakkarnir hennar Kristrúnar kepptu á Fjölnismóti.

28 sundmenn voru á æfingabúðum á Laugarvatni. Syntar voru fjórar æfingar þar sem speglarnir vöktu mikla lukku. Enn á Laugarvatni eru þeir með spegla sem hægt er að setja í botninn á lauginni og geta þá sundmenn horft á undirtakið meðan þau synda yfir spegilinn.

Á laugardeginum var einnig farið í létta boltaleiki í salnum og um kvöldið var kvöldvaka sem hófst á því að Ásgeir grillaði ofaní liðið, health thumb menntskælingarnir horfðu á Gettu Betur og hvöttu sinn skóla til dáða og í lokin var hver bústaður með skemmtiatriði sem vöktu mikla lukku.

Eftir létta sundæfingu á sunnudaginn var tekið til og brunað í bæinn.

Takk fyrir frábæra helgi, þið voruð félaginu til sóma í alla staði.

Einnig vil ég þakka fararsjórunum okkar, Ásgeiri og Kristrúnu, fyrir frábært starf.

 
 

Á döfinni:

WorldClass