banner_7.jpg
 
RIG 2010 - Loka dagur Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 17. janúar 2010 21:23

Alexander Dale OenYfir 250 keppendur kepptu á Reykjavik International 2010 þar af yfir 90 erlendir keppendur.  Mikil keppni var í flest öllum greinum bæði í að komast inn í úrslit og um verðlaunasæti.

Þrjú Mótsmet voru sett á mótinu

Hrafnhildur Lútersdóttir setti tvö mótsmet.  Fyrst í 50m bringu, drugstore 32,59 og svo í 100m bringusundi, 1:11.09.  Eygló Ósk Gústafsdóttir setti mótsmet í 200m baksundi 2:21,95.

Mikil spenna var þegar félagarnir Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur íslandsmeistari og þrefaldur Ólympíufari keppti við félaga sinn Alexander Dale Oen frá Noregi sem er  silfurverðlaunahafi frá ÓL 2008 í Peking.  Alexander hafði betur í 50m og 100m bringusundi en Jakob Jóhann sigraði í 200m bringusundi á fínum tíma 2:16,84.

Í lok voru veitt verðlaun fyrir 5 stigahæstu afrekin á mótinu

1. sæti,      Alexander Dale Oen,Vestkantsvømmarna( NOR)  870 stig
2. sæti,     Jakob Jóhann Sveinsson, Sundfélagið Ægir            863 stig
3. sæti,     Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sundfélag Hafnarfjarðar  833 stig
4. sæti,     Henriette Brekke,Vestkantsvømmarna (NOR)        785 stig
5. sæti,     Bryndís Rún Hansen, Sundfélagið Óðinn                   749 stig

 Úrslit, Myndir og Nánari upplýsingar má finna hér til hægri á síðunni.

 Information about RIG: Results, Pictures en more information can be found her at right of the website.

>>> Results session 4, sunday heats   -   Juniors 14 and younger

>>> Results session 5, sunday finals

Thank you for a good meet and hope to see you all next year.

Þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna, ekki síst hinum fjölmörgu dómurum og starfsmönnum sem stóðu sig frábærlega að venju.  Án ykkar væri ekki hægt að halda svona stórt og flott sundmót.

 
 

Á döfinni:

WorldClass