banner_13.jpg
 
2023 flott ár hjá okkur! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ingigerður   
Föstudagur, 22. desember 2023 11:31

2023 hefur verið flott ár hjá Sundfélaginu Ægi, félagið stækkar, árangur fer vaxandi og verður betri með ári hverju og brátt verðum við komin aftur á þann stað sem félagið þekkir og hefur þekkt í gegnum áratugina.

Bikarkeppni SSÍ fór nýverið fram til að klára frábært ár. Karla og Kvennalið Ægis keppti í 1.deild í ár og var árangurinn flottur. Stúlkurnar okkar enduðu í 4.sæti og stóðu sig með prýði, fullt af flottum sundum, góðum bætingum og sterkt keppnisskap. Strákarnir enduðu í 5.sæti eftir æsispennandi keppni við ÍA um 4.sætið og ekki vantaði baráttuna og keppnisskapið þar. Allir sundmenn stóðu sig með prýði og var gaman að fá in Svanberg og Benjamín (fæddir 2012) til að fylla upp í Karlaliðið og gerðu þeir frábærlega í sínum greinum. Það skellir ekki skugga á aðra sundmenn en ég er stoltur af öllum sundmönnum okkar sem mættu til leiks í þessa keppni og stóðu sig frábærlega.

Nú er 2023 senn á enda og við tekur 2024 með öllum sínum tækifærum og möguleikum á að verða enn betri. Fullt af spennandi Ævintýrum framundan og gleði. Sundfélagið Ægir er á fullri leið að stækka við sig og gera enn betur. Ég vil enda þetta á að óska ykkur öllum gleðilegra jóla.


Með kveðju Gummi Haff

 
 

Á döfinni:

WorldClass