find us on facebook

HnappurBLUE2

hb

banner_4.jpg
 
Sundfélagið Ægir 95 ára Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 27. apríl 2022 18:16

Sundfélagið Ægir verður 95 ára á sunnudaginn kemur, þann 1. maí.

Í tilefni dagsins verður hefðbundin afmælisdagskrá í Laugardalslaug sem hefst kl. 13:00.

  • 13:00 Bleikjusýning. Sundmenn úr Bleikjuhópum félagsins Í Breiðholtslaug sýna framfarir og árangur sem þeir hafa náð.
  • 13:30 Krónusund. Áheitasund fyrir sundmenn í Höfrungum, Löxum, Brons-, Silfur- og Gullhópum (sjá neðar) sem eru að safna fyrir æfingaferðum ársins.
  • 14:00 Afmæliskaffi og kræsingar fyrir alla sundmenn og velunnara félagsins og á meðan veitingarnar endast. Allir velkomnir!

Forráðamenn Bleikja sem vilja taka þátt í Bleikjusýningunni eru vinsamlegast beðnir að fylgja börnum sínum í gegnum fataskipti og inn að laugarbakka innilaugarinnar fyrir kl. 13:00, og vera viðstaddir á meðan á sýningunni stendur. Símon þjálfari tekur við krökkunum á laugarbakkanum.

Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 krónu á sundið, 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 krónum á sundið. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann. Krónusund

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitablöðunum til þjálfara eða yfiþjálfara fyrir sundið.

 

Stjórn og þjálfarar.


 
 

Á döfinni:

WorldClass

 

  SW