banner_9.jpg
 
Uppskeruhátið Ægis fyrir 2020 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 08. júní 2021 18:57

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2020 verður haldin mánudaginn 14. júní á efri hæð Laugardalslaugar

Hátíðin hefst kl. 18:00 og henni líkur um kl. 19:30. Að þessu sinni er hátíðin engöngu fyrir sundmenn félagsins í Löxum, Höfrungum, Brons-, Silfur- og Gullhópum,  en einn aðstandandi má gjarnan fylgja sundmönnum í Löxum og Höfrungum.

 

Loksins höldum við uppskeruhátíð til að fagna árangri ársins 2020 :) Árið 2020 var afar sérstakt ár og tekur hátíðin mið af því, m.a. vegna þeirra sóttvarnarreglna sem eru í gildi. Að þessu sinni verður hátiðin eingöngu fyrir sundmenn og þjálfara og býður félagið upp á veitingar í stað sameiginlegs hlaðborðs sem hefð er fyrir. Einn aðstandandi má fylgja hverjum sundmanni í Löxum og Höfrungum. Á boðstólum verða pizzur, drykkir og eftirréttur.


Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

1. Farið yfir helstu atburði ársins 2020.
2. Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2020.
3. Viðurkenningar fyrir ástundun verða veittar til sundmanna af þjálfurum.
4. Guðrúnarbikararinn afhentur skv. reglugerð.
5. Ægisskjöldurinn afhentur skv. reglugerð.

Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að vera skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2020.


Við vonumst til að sjá sem flesta sundmenn Ægis frá Löxum og upp í Gullhóp á hátíðinni.

Stjórn og þjálfarar.

 
 

Á döfinni:

WorldClass