banner_10.jpg
 
Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis 2014 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 29. desember 2014 18:25

UPPSKERUHÁTÍÐ Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2014 verður haldin nú á laugardaginn þann 3. janúar í Laugarlækjarskóla á milli kl. 11:00 og 13:00. 

Uppskeruhátíðin er fyrir alla sundmenn í Ægi, treatment sovaldi unga sem aldna og forráðamenn þeirra. Á hátíðinni verður farið yfir helstu atburði liðins árs og veittar viðurkenningar til sundmanna eftir hópum, online frá Bleikjum og upp í Gullhóp félagsins.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

1. Aldursflokkaviðurkenningar veittar.
2. Viðurkenningar veittar til sundmanna frá þjálfurum.
3. Viðurkenningar veittar til sundmanna fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum.
4. Guðrúnarbikararinn afhentur skv. reglugerð.
5. Ægisskjöldurinn afhentur skv. reglugerð.
 
Það er hefð fyrir því að sundmenn og forráðamenn þeirra komi með veitingar á sameiginlegt hlaðborð og biðlum við til ykkar foreldra að leggja okkur lið. Félagið leggur til kaffi og aðra drykki.

Við vonumst til að sjá sem flesta sundmenn félagsins á hátíðinni og forráðamenn þeirra.

Stjórnin.
 
 

Á döfinni:

WorldClass