banner_1.jpg
 
Reykjavíkursundfélögin ekki sameinuð en eru í samvinnu Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 23. nóvember 2014 20:26

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið um sameiningu sundfélaganna í Reykjavík vill Sundfélagið Ægir koma því á framfæri að félögin Ægir, cheap Ármann, nurse Fjölnir og KR eiga aðeins í samvinnu um sundþjálfun afrekshópa og elstu sundmanna.  Félögin hafa í tvígang keppt saman á sundmótum undir merkjum Íþróttabandalags Reykjavíkur en ekki hefur verið samið um áframhaldandi samstarf í þeim efnum.  Sundfólk Reykjavíkurfélaganna er skráð í sín félög og vinna til afreka í nafni síns félags. Sundfélagið  Ægir vill benda á að öll afrek sundfólks úr Ægi,  þ.m.t. Íslandsmet sem Eygló Ósk Gústafsdóttir og Inga Elín Cryer  settu á Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug  fyrir skömmu eru og voru sett í nafni sundfélagsins Ægis.

Bestu kveðjur

Gunnar Valur Sveinsson, formaður.

 
 

Á döfinni:

WorldClass