banner_10.jpg
 
4 íslandsmet á fyrsta degi ÍM25 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Kristrún   
Föstudagur, 14. nóvember 2014 21:29

store sans-serif; color: #000000;">Íslandsmeistaramótið hófst í morgun með undanrásum með í 400 metra skriðsundi karla en þar synti Birkir Snær Helgason sig inn í úrslit, view því næst kom 400 metra skrið kvenna þar fóru Inga Elín Cryer önnur inn í úrslit. Hafsteinn Ari synti inn í úrslit í 200 bak og í kvennaflokki var Eygló Ósk fyrst inn. Í 100 bringu kvenna komst Marta Buchanevic í úrslit. Birkir Snær og Inga Elín syntu inn í úrslit í 200 flug. Eygló Ósk og Rebekka Jaferian syntu inn í úrslit í 200 m fjórsundi. Aðrir sem syntu í morgun voru Hólmsteinn Skorri í 400 skrið og 50 skrið, sales Ólafur Carl í 400 skrið, Hilmir Örn í 400 skrið, Telma Brá í 400 skrið, 50 skrið og 200 fjór, Ingibjörg Erla í 400 skrið, Gabriela Rut í 200 bak og Marta í 200 fjór.

 

Úrslit: 

400 skrið karla - Birkir Snær í 5. sæti.

400 skrið kvenna  B-lágmark HM-25 Doha.  Inga Elín varð önnur í sundinu á nýju Íslandsmeti og Íslandsmeistari á tímanum 4.13.23. Hún bætti íslandsmetið um rúma sekúndu. Glæsilegur árangur. 

200 bak karla - Hafsteinn Ari í 4. sæti.

200 bak kvenna  A-lágmark HM-25 Doha. En þar setti Eygló Ósk Íslandsmet á tímanum 2.04.78 og varð Íslandsmeistari í greininni. Eygló Ósk bætti metið um tæpar 2 sek.

100 bringa kvenna - þar varð Marta í 4. sæti.

200 flug karla -  þar var Birkir Snær í 4. sæti.

200 flug kvenna – Inga Elín varð Íslandsmeistari á tímanum 2:17,36

200 fjór kvenna  A-lágmark HM-25 Doha.  Þar setti Eygló Ósk annað Íslandsmet á tímanum 2:13,10 auk þess að verða Íslandsmeistari. Flottur árangur þar sem hún bætti tímann um 31 brot.

 

Flott hjá ykkur Ægiringar.  4 Íslandsmeistaratitlar á fyrsta degi.

Það má taka fram að Ægiringar keppa undir merkjum Reykjavíkur þar sem öll 4 Reykjavíkurfélögin synda saman sem eitt lið. Þar féll Íslandsmet í 4x200 m skriðsundi karla á tímanum 7:33,98. Birkir Snær synti með í þeirri sveit og þetta var glæsilegt Íslandsmet. Með honum syntu Daníel Hannes, Kristinn og Hilmar Smári frá Sunddeild Fjölnis.

Auk þess átti Reykjavíkurúrvalið eftirtalda Íslandsmeistara:

Daníel Hannes Pálsson 200 m flug og Kristinn Þórarinsson 200 m baksund og 200 m fjórsund.

 

Mótið stendur alla helgina en undanrásir hefjast kl. 10 alla morgna en úrslit kl. 16 og verður úrslitahlutum streymt beint á netið af SportTV.


Einnig má fylgjast með beinum úrslitum á vefnum hér


Þá er mótið á Meet Mobile en mótið finnst þegar leitað er að "Islandsmeistaramotid i 25m 2014"

 
 

Á döfinni:

WorldClass