banner_14.jpg
 
Fimm Íslandsmet, sex gull, eitt stúlknamet 1 silfur og 1 brons Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 15. apríl 2012 22:37

store avant garde;">Fjörið hélt áfram hjá Ægiringum í dag og metin féllu hægri, vinstri á síðasta degi á Íslandsmeistaramótinu í sundi

Sarah setti tvö einstaklinsmet og átti þátt í því þriðja í boðsundi, Jóhanna Gerða og Anton Sveinn settu met í 400m fjórsundi, kvennaboðsundsveitin setti met í 4x100m fjórsundi, Eygló setti Stúlknamet í 50m baksundi og Jakob sigraði 100 m bringusund.

SarahSarah Blake Bateman byrjaði á því að setja met í 50 metra baksundi sléttum 29,00, eldra metið átti Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH, 29,07 sekúndur. Hörku spennandi sund þar sem þrjár stúlkur syntu undir 30 sek. Ingibjörg fór á 29.65 og Eygló Ósk Gústafsdóttir þriðja á nýju stúlknameti 29.74.

Jóhanna GerðaJóhanna Gerða Gústafsdóttir setti  Íslandsmet í 400 metra fjórsundi, 4:57,46 og bætti sinn persónulega pesta tíma um rúmar 10 sek. Hrafnhildur Lúthersdóttir ,SH átti eldra metið, 5:00,25. Jóhanna sýndi hér og sannaði að hún er í hörku formi og stefnir á að ná Ólympíulágmarki í greininni í sumar.

>>> Vital við Jóhönnu á mbl.is

Sarah Blake Bateman var aftur á ferð þegar hún setti Íslandsmet í 50 metra flugsundi, 27,32. Eldra metið átti Bryndís Rún Hansen, 27,41 sekúndur. Einnig hörku spennandi sund þar sem Bryndís og hún syntu hlið við hlið allan tímann.

Anton SVeinnAnton Sveinn McKee sló eigið Íslandsmet í 400 metra fjórsundi, synti á 4:23,64 og bætti metið sem hann setti fyrir tveimur vikum, 4:26,39. Anton synti undir OST (boðslágmarki) sem er 4:25,44.

A-kvennasveit Ægis setti svo puntinn yfir i-ið með því að setja Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi, 4:18,19. Bættu eigið met um rúmar 8 sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir.Jakkob

Jakob Jóhann Sveinsson sigraði 100m bringusund á tímanum 1:02.07 sem er besti tíminn hans á árinu og undir OST lágmarki, Íslandsmetið hans er 1:01.35. Árni Már Árnason, ÍRB veitti Jakobi harða keppni en hann fór á 1:02.51.

A-Karlasveit Ægis var svo í öðru sæti í 4x100 skriðsundi á tímanum, Sveitina skipuðu þeir  Eiríkur Grímar Kristínarson, Birkir Snær Helgason, Jakob Jóhann Sveinsson og) Anton Sveinn McKee

Önnur úrslit:

Birkir Snær Helgason var fjórði í 200m skriðsundi á tímanum 1:58.00, flott bæting og fyrst skipti undir tvær mín.

Guðlaug Edda Hannesdóttir var fimmta í 400m fjrósundi á tímanum 5:19.32 og Paulina Lazorikova var sjötta á tímanum 5:24.07

B-kvennasveit Ægis var svo fimmta í 4x100m fjórsundi á tímanum 4:48.40, sveitina skipuðu: Guðlaug Edda, Íris Emma, Paulina og Lilja

Pakkað var í höllinni í dag og í gær og þökkum við þeim fjölmörgu Ægiringum sem komu að hvetja okkar frábæra sundfólk...

ÁFRAM ÆGIR ! ! !

>>> Úrslit frá IM-50 2012

 
 

Á döfinni:

WorldClass