banner_5.jpg
 
Þrjú Íslandsmet, eitt stúlknamet og tvö OST lágmörk Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 14. apríl 2012 22:46

Eygló Ósk Gústafsdóttir setti eitt Íslandsmet og eitt stúlknamet á Íslandsmeistaramótinu í dag.

advice avant garde;">EyglóFyrst setti hún nýtt Íslands og stúlknamet í 100m baksundi er hún synti á tímanum 1:02.33 - gamla metið átti hún sjálf 1:02.73. Þess má geta að Eygló Ósk hefur náð OST tíma í þessari grein og hefur því náð þátttökurétti til sunds í 200m baksundi, 100m baksundi og 200m fjórsundi á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Í 4x100m skriðsund boðsundi synti Eygló Ósk fyrsta sprettinn á nýju stúlknameti 56.97 og bætti metið um tæplega eina sekúndu.

SarahSarah Blake Bateman setti Íslandsmet í 100m flugsundi er hún synti á tímanum 59.93 - fyrst íslenskra kvenna undir mínútu. Eldra metið átti hún sjálf 1:00.15. Þess má geta að OST tími fyrir leikana í sumar er 1:00.75.

Að lokum synti A-Kvennasveit Ægis á nýju glæsilegu Íslandsmeti 3:51.64 í 4x100m skriðsundi og stórbætti gamla metið sem var 3:57.12 í eigu Landssveitar - sem var lið sett saman af allra bestu sundmönnum þess tíma á Smáþjóðaleikunum í Kýpur árið 2009. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir (56.97) , Sigrún Brá Sverrisdóttir (59.19) , Sarah Blake Bateman (57.21) og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir (58.27).

Tvö Silfur

Sarah Blake Bateman fékk silfur í 50m bringsundi, synti á tímanum 32.74 og veitti sigurvegaranum Erlu Dögg mikla og góða keppni. Hörkuspennandi og skemmtilegt sund.

A-Karlasveit Ægis var í öðru sæti í 4x100m fjórsundi á tímanum 3:59.14. Mikil spenna var í höllinni í boðsundum þar sem ÍRB, Ægir og SH slógust um verðlaunasætin. Sveitina skipuðu Anton Sveinn(Bak:1:01.50), Jakob Jóhann (br: 1:04.01), Styrmir Már(Flug:59.13) og Birkir Snær (Sk:54.50)

Eitt Brons

Sigrún Brá Sverrisdóttir hlaut brons í 200m skriðsundi á tímanum 2:07.30. Líkt og í löngu greinunum var hún frekar sein af stað en átti mjög góðan endasprett.

Önnur Úrslit:

Styrmir var í 6. sæti í 100m flugsundi á tímanum 1:00.12

Paulina var í 5. sæti í 100m flugsundi á tímanum 1:07.30 og Guðlaug Edda varð í 6. sæti á 1:07.52

Íris Emma varð í 7. sæti í 50m bringusundi á tímanum 37.47

B-Karlasveit Ægis var svo í 7. sæti á tímanum 4:20.52. Sveitina skipuðu Bergþór (1:10.04), Ægir (1:18.35), Eiríkur Grímar (1:02.40) og Stefán Orri (1:02.40)

B-Kvennasveit Ægis var svo í 6. sæti á tímanum 4:16.44. Sveitina skipuðu

Guðlaug Edda (1:04.76), Íris Emma (1:02.69), Lilja (1:06.05) og Rebekka (1:02.94)

 
 

Á döfinni:

WorldClass