banner_7.jpg
 
Fimm Íslandsmet og Ólympíulágmark Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 13. apríl 2012 22:48

ed avant garde;">Fimm Íslandsmet og fEyglóimm Íslandsmeistaratitlar

Eygló Ósk Gústafsdóttir náði A-Ólympíulágmarki í 200 metra baksundi þegar hún synti á nýju glæsilegu Íslands og Stúlknameti 2:10.38 en A-lágmarkið  á Ólympíuleikana er 2:10, search 84. Eygló er því fyrst íslenskra sundmanna til að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London í sumar. Þessi tími er samkvæmt Swimrankings 11.besti tími ársins í greininni.  Stórkostlegt sund á heimsmælikvarða.

Anton SVeinnAnton Sveinn McKee setti svo tvö Íslandsmet í 1500m skriðsundi. Fyrst bætti hann metið í 800m skriðsundi með millitímann 8:08, ailment 09 um 2 sek og svo bætti hann lokatímann í 1500m um tæpar þrjár sek og endaði á15:27,08. Anton færist því alltaf nær og nær A-lágmarkinu á Ólympíuleikana.

Í boðsundi bætti Eygló Ósk Gústafsdóttir svo Íslandsmetið í 200m skriðsundi þegar hún synti fyrsta sprett á tímanum 2:03,08. Boðsundsveitin gerði sér svo lítið fyrir og stórbætti gildandi Íslandsmet í 4x200m skriðsundi um alls tæpar 14 sek, synti á 2:24.80 . Sveitina skipuðu Eygló Ósk (2:03.08), Sigrún Brá (2:09.70), Sarah (2:05.66) og Jóhanna Gerða (2:06.36).

JakkobJakob Jóhann Sveinsson sigraði 200m bringusund með miklum yfirburðum. Sundið leit mjög vel út framan af alveg þangað til þrjú síðustu tökin, lokatíminn 2:15,88. Það verður því spennandi að sjá hvað kappinn gerir í 100m bringu á sunnudaginn.

Sigrún Brá Sverrisdóttir sigraði 400m skriðsund eftir hörku keppni við Ingu Elin Cryer, ÍA. Inga leiddi sundið lengi vel en Sigrún tók þetta á síðustu metrunum líkt og í 800m í gær. Lokatími Sigrúnar var 4:20.64 sem er rétt við Íslandsmetið sem Sigrún setti fyrir nokkrum vikum.

Eitt Silfur

Jóhanna GerðaJóhanna Gerða Gústafsdóttir var önnur í 200m baksundi eftir harða keppni við litlu systur sína. Jóhanna endaði á tímanum 2:18.92 nokkrum brotum frá besta tímanum sínum. Gaman að sjá Jóhönnu Gerðu í sínu besta formi. Guðlaug Edda missti svo rétt af bronsinu í sömu grein og endaði í 4.sæti á tímanum 2:28.29.

Þrjú Brons

Rebekka Jaferian sýndi flotta takta í 400m skriðsundi byrjaði of hægt en kom mjög sterk til baka síðari hlutann og nældi sér í bronsið á flottum tíma 4:35.34

Guðlaug Edda Hannesdóttir nældi sér í bronsið í 200m bringusundi á tímanum 2:51,09. Flott sund hjá henni eftir að hafa rétt misst af bronsinu í 200m baksundi.

Birkir Snær Helgason náði svo þriðja bronsi kvöldsins er hann synti 1500m skriðsund á tímanum 16:18.87. Grátlega nálægt EMU lágmarkinu 16.16 sem hann stefndi í að ná.

Ægir og Huginn áttu flott sund í 200m bringusundi og bættu sig vel síðan í morgun. Ægir endaði í 4.sæti á 2:50.05 og Huginn í 5.sæti á 2:50.22.

Síðast en ekki síst var svo B-sveitin okkar í 5.sæti í 4x200m boðsundi á tímanum 9:14.02. Sveitina skipuðu Rebekka Jaferian (2:16.64), Lilja (2:20.68), Íris Emma (2:16.24) og Guðlaug (2:20.42)

Einnig viljum við þakka hinu frábæra klappliði Ægis sem mætti í stúkuna. Hvetjum alla krakka að mæta á morgun og á sunnudaginn og hvetja Ægiringana áfram.

ÁFRAM ÆGIR..


 
 

Á döfinni:

WorldClass