banner_7.jpg
 
Reykjavik International Games (RIG) Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 17. janúar 2012 12:47

rig_logoUm helgina fer fram Alþjóðlegt mót í Laugardalnum, prostate einn af stóru viðburðunum á því móti er sundkeppnin sem Sundfélagið Ægir stendur fyrir. Alls eru yfir 200 keppendur skráðir til leiks frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Grænlandi. 30 keppendur skráðir til leiks frá Sundfélaginu Ægi og koma þeir úr Gull, Silfur og Brons hópum.

Glæsilegt opnunar og lokahátíð verður haldin í tengslum við leikana og taka sundmenn frá Ægi þátt í opnunaratriðinu. Einnig er í boði ráðstefna á fimmtudaginn fyrir þjálfara.

Þar sem að þjálfarar hjá Sundfélaginu Ægi taka þátt ráðstefnunni á fimmtudaginn munu æfingar falla niður hjá Gull, Silfur á Brons hópum. Þjálrar munu setja inn æfingu á innri vefinn sem sundmenn synda sjálfir.

Fyrir Brons í breiðholti verður boðið upp á auka æfingu 28.janúar í samvinnu við Brons í Laugardal og þá munum við hafa „öðruvísi æfingu“

Einnig munu æfingar á föstudag og Laugardag falla niður hjá Brons, Löxum og Höfrungum.

Hvetjum alla til að koma í Laugardalinn og kíkja á mótið. Einnig vantar okkur fullt af fólki til að hjálpa til við mótahaldið.

>>> Dagskrá RIG

>>> Dagskrá Sundmóts

 
 

Á döfinni:

WorldClass