banner_1.jpg
 
Samhjól næsta sunnudag - 4. desember Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Rémi   
Miðvikudagur, 30. nóvember 2011 15:00

Fyrsta samhjólið er næsta sunnudag í boði Arnarins.

Mæting er við Örninn í Skeifunni og brottför er kl. 10:00 næstkomandi sunnudag, healing þann 4. desember.

 

Endilega deilið á sem flesta því það geta allir mætt! Hjólað verður á hraða sem hentar öllum! (jafnvel skipt í einn eða fleiri hópa).

Heitt súkkulaði og piparkökur eftir hjólatúrinn. Áætlaður hjólatími er 1 og hálfur tími (fer eftir veðri og stemmningu hvort hjólað verður lengra eða styttra) Spáin fyrir sunnudaginn er þokkaleg. þó nokkuð frost sem við látum að sjálfsögðu ekki stoppa okkur!!

Hjólum bara eftir veðri,ef það verður alltof kalt hjólum við bara stutt og njótum þess að sötra heitt kakó á eftir.Mæli með að fólk klæði sig vel, góða hanska/lúffur ,góða sokka/skóhlífar og eitthvað hlýtt undir hjálminn.

Leiðin sem hjóluð verður er Örninn-Elliðaárdalur-Víðidalur-Heiðmörk (hringur þar)-Víðidalur-Elliðaárdalur-Örninn

 

Sjáumst Eldhress!!

Hafsteinn Ægir

 

Sjá nánar: https://www.facebook.com/event.php?eid=101468386635618

 

Vegna samhjóls fellur spinning æfinguna í World Class niður.

 

 
 

Á döfinni:

WorldClass