banner_3.jpg
 
Lokahóf ÍM 25 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ragga   
Sunnudagur, 13. nóvember 2011 23:56

 

Eftir frábæra helgi þeyglo_anton_2ar sem Ægiringar voru duglegir að bæta sína bestu tíma, sickness komast á verðlaunapall, online setja unglingamet og íslandsmet var haldið á lokahóf ÍM 25.

Þar var gert upp síðasta sundár í erlendum verkefnum og fengu þar margir Ægiringar viðurkenningu.

Einnig voru kynntir þeir einstaklingar sem búnir eru að ná inn í næstu verkefni en þar voru líka nokkrir Ægiringar.

En rúsinan í pylsuendanum var svo þegar niðurstöður úr þjálfarakosningu voru ljósar sem og stigahæstu sundmenn kynntir.  En jacky_hordur_2það voru Ægiringarnir Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee sem voru stigahæst.

Eygló fyrir 200m baksund þar sem  hún bætti eigið íslandsmet um rúmar 3 sekúndur og Anton fyrir 1500m skriðsund en hann bætti þar íslandsmet Aranar Arnarssonar frá árinu 2000 um 2 sekúndur.

Það var svo þjálfari Ægis Jacky Pellerin sem var kosinn afreksþjálfari ársins en Anthony Kattan frá ÍRB var kosinn unglinga þjálfari ársins.

Óskum við þeim öllum innilega til hamingju sem og öllu Ægisliðinu sem stóð sig hreint frábærlega þessa helgi.

 

Kveðja Stjórnin

 
 

WorldClass