banner_12.jpg
 
Æfingar í dag í Breiðholtinu Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Kristrún   
Mánudagur, 23. maí 2011 14:03

Æfingar í dag í Ölduselslaug hjá höfrungum og löxum verður felld niður vegna öskufalls. Laugin var tæmd í morgun vegna ösku og verður því engin æfing.

Æfing verður haldin í dag í Brons í Breiðholtslaug því laugin er opin en svo er það ákvörðun foreldra hvort þau treysta sér til þess að senda börnin á æfingu.

Kristrún verður á staðnum. :)

Ef höfrungar vilja fara á æfingu í dag þá mega þeir koma í Breiðholtslaug kl 16:45.

Kveðja Kristrún

 
 

WorldClass