banner_8.jpg
 
NMU 2.hluti Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 05. desember 2009 23:56

Anton Sveinn og Eygló Ósk voru bæði rétt við sína bestu tíma á NMU í dag.

Anton Sveinn synti 200m skriðsund á ágætistíma 1.54, for sale 89  sem er tæpri sek frá hans besta tíma í greininni.  Anton endaði í 9.sæti og var með annan besta tíman hjá þeim sem eru á yngra ári, þ.e. fæddir 1993.

Eygló Ósk var einnig rétt frá sínum besta tíma í 100m baksundi.  Eygló synti á tímanum 1.04,36 og hafnaði í 7. sæti.  Eygló var með annan besta tíman hjá þeim sem eru yngra ári, þ.e. fæddar 1995.  Þess má einnig geta að besti tími Eyglóar sem hún synti á IM25 um daginn hefði dugað henni til Bronsverðlauna.

Þau syntu einnig bæði í boðsundum 4x100m skriðsundi.  Eygló fór fyrsta sprett á 1:00,04 og Anton fór á 54,84.

Ágætis árangur hjá okkar unga og efnilega sundfólki - Nú er bara að sjá hvað þau gera síðasta daginn.

ÁFRAM ÆGIR - Við sendum ykkur jákvæða orkurstrauma.  BABANAM KEVALAM

 
 

Á döfinni:

WorldClass