banner_9.jpg
 
Fjáröflun Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 03. desember 2009 09:00

Nú býðst sundfólki úr silfur og gullhóp í sundfélaginu Ægi að selja kerti og kaffi til fjáröflunar fyrir komandi verkefni sem kynnt verða nánar á næstu vikum.  Sundmenn og/eða forráðamenn selja vörurnar með pöntunarfyrirkomulagi og leggja síðan inn á reikning sundfélagsins andvirði sölu að frádregnum sölulaunum. Hver sundmaður sér svo um að greiða sölulaun á sinn reikning.

Vinsamlegast sendið inn pöntun og greiðið fyrir 9. desember. Pöntun sendist á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Bankareikningur sem greitt er inn á er 0115-26-4203 kennitala:420369-4929 og kvittun á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Vörur verða síðan afhentar 16. desember kl 18:30-19:00 .

Kveðja Fjáröflunarnefndin

Nánar um vörur sem eru í boði:

Kerti frá HeimaeyKerti frá Kertaverksmiðju Heimaey

27 cm kerti - 4 stk í öskju á 220 kr. Söluverð 550 kr. Sölulaun 330 kr pr. öskju. 
37 cm kerti- 4 stk í öskju á 289 kr. Söluverð 650 kr.Sölulaun 361 kr pr. öskju Kertin eru til í Hvítu, rauðu og vínrauðu. 
Útikerti kr 148 kr. Söluverð 350 kr. Sölulaun 202 kr pr stk.

Kaffi frá Kaffitár

Verð á pakkningunni (sem eru 2x250gr kaffipakkar )úr heildsölu er 996 kr með vsk og afslætti. Sama verð er á möluðu kaffi og baunum. Glærir, fallegir haldpokar með logoi Kaffitárs fylgja, sem þið getið sett vöruna í.

Söluverð fyrir pakkningu er 1700  kr. Sölulaun 704  kr.

Hátiðakaffið 2009

Verðlaunakaffið frá Súmötru er uppistaðan í Hátíðakaffinu í ár. Kaffi þetta heitir Raja Batak og vann til verðlauna í sumar í kaffikeppninni Outstanding Producer sem Specialty Coffee Association of Europe stóðu fyrir. Kaffimeistarar Kaffitárs kolféllu fyrir því við fyrstu smökkun. Við brennum okkar góða Níkaragúa Cortes í Vínarbrennslu og blöndum því saman við. Úr verður sinfónía fyrir bragðlaukana þar sem finna má dökk ber, súkkulaði og hlynsíróp. Þetta er vel fyllt kaffi með seiðmögnuðum löngum kryddtónum.

Hátíðakaffið okkar í ár er bragðmeira en áður hefur verið og hentar vel í allar gerðir uppáhellingar. Einstaklega gott eftir mat og með súkkulaði eftirréttum.

Og með því:

Nikaragúa Cortes Nikaragúa Cortes mætti lýsa sem mjög líflegu kaffi, og í því er ávæningur af kakó og kryddi og bragðið er hreint og hunangsmjúkt.

 

 
 

Á döfinni:

WorldClass