banner_4.jpg
 
3.ísl.met, 2 telpnamet., 5 gull , 2 silfur, 1 brons Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 23. nóvember 2009 14:05

Frábær árangur náðist á síðasta degi ÍM-25.  Þrátt fyrir að allir væru orðnir þreyttir voru flesti að bæta sína bestu tíma og við áttum fulltrúa í festum greinum dagsins.  Niðurstaðan er þrjú Íslandsmet, there tvö telpnamet, fimm íslandsmeistarar, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. 

Fimm Íslandsmeistaratitlar

IM25_kobbiJakob Jóhann Sveinsson setti puntin yfir i-ið með því að setja glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50m bringusundi.  Gamla metið átti Árni Már Árnason sett  í vor.  Jakob hefur því bætt metin í öllum bringusundgreinunum á mótinu og nú verður gaman að sjá hvað kappinn gerir í sumar í 50m lauginni.

IM25_sigrunIM25_sigrunSigrún Brá Sverrisdóttir fylgdi svo í kjölfarið og setti nýtt Íslandsmet í næstu grein 400m skriðsundi.  Hún synti á tímanum 4:15.17.  Sigrún Brá og Inga Elín frá ÍA syntu hlið við hlið allan tímann en Sigrún siðgarði  með glæsilegum endaspretti.  Sigrún Brá heldur nú til USA í háskólanám í desember og það verður gaman að fylgjast með henni á næstunni.

antonAnton Sveinn McKee stimplaði sig inn sem langsundsmaður mótsins með því að sigra 400m skriðsund á tímanum 4:03.20.  Sem er aðeins þremur sek. frá Ægis-piltametinu sem Ragnar Guðmundson á og færir hann upp í 4.sæti á listanum yfir top 10 bestu Ægiringa í heimi. 

im25_eygloEygló Ósk Gústafsdóttir hélt áfram að bæta við sig telpnametum.  Fyrst í 200m fjórsundi í undanrásum er hún synti á tímanum 2:20.10.  Eygló synti ekki greinina í úrslitum til þess að einbeita sér að 200m baksundi enn þar sigraði hún greinina á glæsilegu telpnameti  2:16.88.  
Eygló Ósk og Anton Sveinn keppa svo á Norðurlandamóti Unglinga (NMU) eftir tæpar tvær vikur og það verður spennandi að sjá hvað þau gera þar.

Gull-sveitin okkar endaði svo mótið á nýju STÓR-glæsilegu Íslandsmeti  3:50.80.  Sveitina skipuðu þær Sigrún Brá, Eygló Ósk, Karen Sif og Jóhanna Gerða.

 

IM25gullgellur

Tvenn silfurverðlaun

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir vann sín þriðju silfurverðlaun á mótinu í 200m baksundi og hún synti á tímanaum 2:18.77.  Enn þær systurnar voru áberandi bestar í öllum baksundsgreinum mótsins.

Karla boðsundsveitin okkar landaði silfrinu í 4x100m skriðsundi á tímanum 3:33.11. Sveitina skipuðu Styrmir Már ,  Anton Sveinn ,  Jón Símon og Jakob Jóhann.

Ein bronsverðlaun

Sigurður Örn Ragnarsson vann til bronsverðlauna í 400m skriðsundi eftir góða baraáttu við félaga sinn Anton Svein McKee.  Siggi fór aðeins hraðar um morguninn  4:07.63 enn endaði  4:08.17 í úrslitum.  Siggi hefur æft mjög vel undanfarið og það verður því gaman að fylgjast með þessum efnilega sundkappa í framtíðinni.

Þessi slógust um verðlaunasæti en höfnuðu í 4.sæti.

Karen Sif Vilhjálmsdóttir, 50m skriðsund 26.95

Steinunn María Daðadóttir , 200m fjósund  2:27.74

Olga Sigurðardóttir , 400m skriðsund 4:32.32

Sindri Sævarsson, 200m baksund 2:17.06 

Ægir átti fulltrúa í úrslitum í flestum greinum.

Styrmir Már Ómarsson, 5. Sæti í 50m skriðsund  24.43 

Karen Jóhannsdóttir , 5. Sæti í 100m flugsundi  1:08.96

Styrmir Már Ómarsson, 6. Sæti í 100m flugsundi 1:00.96 

Jóna Björk Einarsdóttir, 7. Sæti í 200m fjórsundi  2:38.92 

Sveinbjörn Pálmi Karlsson, 7.sæti í 200m fjórsund   2:25.75 

Kristín Björt Sævarsdæottir , 7. Sæti í 100m flugsundi  1:10.08

Sveinbjörn Pálmi Karlsson, 8.sæti í 100m flugsundi 1:05.41

Sundfélagið Ægir átti svo fjórar boðsundsveitir í boðsundum, B-sveitirnar okkar komust báðar í úrslit.

B-kvennasveitin var 7.sæti á tímanaum 4:15.16. Sveitina skipuðu Steinunn, Olga,  Jóna og Agla.

B-Karlasvetin var líka í 7.sæti á tímanaum 3:50.66.  Sveitina skipuðu, Sigurður, Birkir, Kristinn og  Sindri.

Til hamingju með frábæran árangur..

 
 

Á döfinni:

WorldClass