banner_10.jpg
 
Eitt Íslandsmet, 3 telpnamet, 1 stúlknamet Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 21. nóvember 2009 21:17

ampoule helvetica, store sans-serif;">Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega vel í dag.  Allir að bæta sína bestu tíma í einhverjum greinum og oft bæði í undanrásum og úrslitum.   Eitt er ljóst að Sundfélagið Ægir er laaang flottasta liðið.  Nú er bara einn dagur eftir og þá gefum við allt í botn...

viagra sale avant garde;">Þrír Íslandsmeistarar

IM25_kobbi

 Jakob Jóhann Sveinsson, setti "STÓR"- glæsilegt  Íslandsmet  í 100m bringu í dag er þegar hann synti á tímanum 58,91. Hann hjó nærri Norðurlandameti Alexander Dale Oen sem er 58,14.  Þetta er jafnfram annar besti tíminn syntur í Evrópu á þessu sund-ári.  Jakob byrjaði fyrstu 50m einnig á sínum besta tíma eða 27,70 .

im25_eyglo

 Eygló Ósk Gústafsdóttir er á fljúgandi siglingu.  Setti þrjú telpnamet og eitt stúlkna met í dag.  Fyrst sigraði hún í 100m baksundi á nýju telpna- og stúlknameti, 1:03,10 og hjó nærri Íslandsmetinu sem er 1:02,81,  Svo varð hún önnur í 200m skriðsundi á nýju telpnameti, 2:03.78.  Í Boðsundi setti hún svo telpnamet í 50m baksundi er hún synti á tímanum 30:04.

IM25_sigrunSigrún Brá Sverrisdóttir var svo Íslandsmeistari í 200m skriðsundi á tímanum 2:02,33. Enn í þeirri grein áttum við fimm keppendur af átta. 

 

  

 

Tveir Silfurverðlaunahafar:

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir í 100m baksundi á tímanum  1:03.83 sem er rétt við hennar besta tíma og voru þær systur langt á undan öðrum keppendum í þessar  grein.

Anton Sveinn McKee í 200m skriðsundi á tímanum 1:53.79 eftir góða baráttu allan tímann og glæsileg bæting.  Þess má geta að þessi tími er nýtt Ægis-met í Piltaflokki.

Tveir Brons-verðlaunahafar:

Jón Símon Gíslason í 100m baksundi á tímanum 1:00.96 eftir harða keppni.  Jón er aftur að komast í gamla formið eftir nokkuð hlé frá sundiðkun og sannar að það er alltaf hægt að byrja aftur að æfa.

Karen Sif Vilhjálmsdóttir í 200m skriðsundi á tímanum  2:09.05 sem er rétt við hennar besta tíma sem hún synti á í morgun í undanrásum. 

Rétt á eftir henni 200m skriðsundi var svo Olga Sigurðardóttir á tímanum 2:09.85 þannig í Ægir átti 1., 2,. 3., og 4., sætið í þessari grein.

Karen Jóhannsdóttir var í 4.sæti í 400m fjórsundi á tímanum 5:17.97, góð bæting á besta tíma frá því í undanrásum.

Sindri Sævarsson var í 4.sæti í 100m baksundi á 1:00,96 sem er fjórði besti  tíminn yfir top 10 bestu Ægiringa í heimi. 

Sigurður Örn Ragnarson var í 6. sæti í 200m skriðsundi á  1:57.47, sem er rétt við hans besta tíma sem hann synti í morgun.  Enn sá tími 1:56,65 er 8 besti tíminn á top 10 bestu Ægirngar í heimi.

Steinunn María Daðadóttir var í 6 sæti í 100m bringusundi á  1:18.09 og bætti sig aftur frá því í morgun er hún synti í fyrsta skiptið undir 1:20 í þessari grein.

Ólöf Embla Kristinsdóttir var í 6. sæti í 400m fjórsundi á 5:30.99, bæting um 6 sek.

Paulina Lazarikova sem er aðeins 12 ára, var svo í 7 sæti í 400m fjórsundi á 5:34.64 og bætti sig aftur frá því í morgun.

Ægir Benediktsson var í 8.sæti í 400m fjórsundi á  5:09.77, góð bæting hjá þessum unga og efnilga kappa.

Jóna Björk Einarsdóttir var í 8.sæti í 200m skriðsundi á 2:14,32 og bætti tímann sinn aftur frá því í undanrásum.

A-Boðsundsveitingar okkar voru ekki alveg að ná sér á strik og voru dæmdar úr leik fyrir of hraðar skiptingar.  Enn B-sveitin okkar komst í úrslit í 4x50 Fjór kvenna og enduðu í 6.sæti á 6 2:09.92.  Sveitina skipuðu Eygló Ósk,  Ólöf Embla, Kristín Björt og Jóna Björk.

IM25_meyjur

Svo má ekki gleyma meyjasveitinni okkar sem setti glæsilegt Ægismet í 4x50m fjórsundi kvenna.  Sveitin synti á tímanum 2:29.02.  Sveitina skipuðu þær Lilja Benediktsdóttir, Rebekka Jaferian, Diljá Sif Þórdísardóttir og Paulina Lazarikova.

>>> Úrslit frá mótinu

Wink TIL HAMINGJU ÆGIR Cool

 
 

Á döfinni:

WorldClass