banner_13.jpg
 
Tveir Ægiringar á Ólympíuhátið æskunnar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 19. júlí 2009 21:09

Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir eru nú stödd í Tampere í  Finnlandi þar sem þau taka þátt í Ólympíuhátið Evrópu Æskunnar. 40 íslenskir íþróttamenn í sex íþróttagreinum verða meðal þátttakenda.  5 piltar og 5 stúlkur keppa í sundi.

Keppni hefst á morgun og þá syndir Anton Sveinn 200m fjórsund og Eygló Ósk keppir væntalega í boðsundi í 4x100m Skriðsundi.

Á þriðjudaginn keppir Anton Sveinn í 400m skriðsundi og Eygló Ósk í 200m baksundi.

Á fimmtudag keppir Eygló Ósk í 50m skriðsundi og 100m baksundi og Anton Sveinn í 1500m skriðsundi.

Á föstudag keppir svo Anton Sveinn í 400m fjórsundi.

>>> Bein úrslit frá sundmótinu

>>> Heimasíða ÍSÍ

>>> Heimasíða SSÍ

 
 

Á döfinni:

WorldClass