banner_6.jpg
 
Akranesleikar 5.-7. júní Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Kristrún   
Þriðjudagur, 02. júní 2009 21:04

Heimasíða Akranessleika

Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 metra útilaug með 5 brautum. Eins og áður þá verður gist í Grundaskóla sem er stutt frá lauginni. Allur matur verður framreiddur í skólanum. Mótið er uppsett með sex keppnishlutum, ask einn á föstudegi og svo þremur hlutum á laugardegi og tveimur á sunnudegi.

Það er að miklu að keppa á þessu móti, það eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið í öllum greinum nema hjá hnokkum og hnátum, en þau fá öll viðurkenningu fyrir þátttöku. Mótið er stigakeppni milli félaga, það er valinn sundmaður mótsins og prúðasta liðið.Við leggjum ríka áherslu á að liðið okkar verði til fyrirmyndar hvar sem það kemur fyrir. Stefnt er að því að hafa hina vinsælu sundleika fyrir 10 ára og yngri í Bjarnalaug á föstudeginum.

Kostnaður 10.500,-

Eins og áður þá verður boðið upp á gistingu í Grundaskóla sem er stutt frá lauginni. Allur matur verður einnig framreiddur í Grundaskóla. Gisting í 2 nætur.

Innifalið í verðinu er: Morgunmatur - laugardag og sunnudag. Hádegismatur - laugardag og sunnudag. Kvöldmatur - föstudag og laugardag.

Einnig er matur bakka en það er leyfilegt að taka með sér eitthvað milli mála.

Rúta fram og tilbaka.

Leggja inn á reikning 0115-26-008888 kt: 420369-4929 og koma með kvittun við brottför.

Rútan leggur af stað tímanlega kl. 13:30 frá BREIÐHOLTSLAUG þannig að allir þurfa að mæta 13:15.

Hvað þarf að taka með sér !!!

Svefnpoka/sæng, Dýna/vindsæng, lak og kodda

Sundfatnað, 2x handklæði, vatnsbrúsa og Ægisgallann.

Útifatnað þar sem mótið fer fram í útisundlaug (Úlpa (Ægis úlpa), flís, húfa og vettlingar) og

Gleðina og keppnisskapið

1. hluti föstudagur (12 ára & yngri / 13-14 / 15 ára +)
Upphitun kl. 15:00 Mót kl. 16:15
3. hluti laugardagur ( 10 & yngri / 12 & yngri)
Upphitun kl. 11:30 Keppni kl. 12:30
5. hluti sunnudagur (10 ára og yngri / 12 ára og yngri)
Upphitun kl. 7:30 Keppni kl. 8:30
6. hluti sunnudagur (12 ára og yngri / 13-14 ára / 15 ára og eldri)
Upphitun kl. 12:15 og keppni kl. 13:15

Hópurinn verður með Ægis-símann 820-3156 með í för og Kristrún verður með símann 692-9127. Fararstjórar eru Olga og Vilhjálmur og þau eru með símana 899-7572 og 665-8292.

 
 

Á döfinni:

WorldClass