find us on facebook

hb

WorldClass


banner_4.jpg
 
Verið velkomin á heimasíðu Ægis
Afrekaskrár Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 14. október 2018 22:11

Nú hafa afrekaskrár verið settar inn og eru þær nú uppfærðar beint af swimrankings.net. Sjáið hlekk hér til vinstri á síðunni.

 
Nýr formaður Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 03. október 2018 22:31

Lilja Ósk Björnsdóttir baðst fyrr í vikunni lausnar frá formennsku í Sundfélaginu Ægi af persónulegum ástæðum. Hún var að hefja sitt 3ja ár sem formaður. Við þökkum Lilju fyrir frábært starf en á þessum tíma leiddi hún félagið í gegnum 90 ára afmælishátíð og eitt glæsilegasta Aldursflokkameistaramót sem hingað til hefur verið haldið, svo eitthvað sé nefnt.

Stjórn Sundfélagsins Ægis ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að Ásgeir Ásgeirsson tæki við formennsku í félaginu fram að næsta aðalfundi. Ásgeir hefur setið í stjórn félagsins síðan 2013.

Stjórnin.

 
Haustfundur Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 19. september 2018 22:28

Sundfélagið Ægir verður með haustfund mánudaginn 24. september kl. 19:00 á efri hæð Laugardalslaugar. Fundurinn er fyrir foreldra og aðstandendur allra sundmanna í félaginu og er tilgangur hans að kynna starfsemi vetrarins, þjálfara félagsins og áherslur í sundþjálfun allra hópa.

Dagskráin verður eftirfarandi:

1. Stjórn býður gesti velkomna
2. Kynning á starfsemi félagsins
3. Áherslur í þjálfun, markmiðssetning og helstu liðir á atburðardagatali
4. Foreldrastarf og nefndir:

    - Foreldrafélag

    - Fatanefnd

    - Ferðanefnd

    - Fjáröflunarnefnd

    - Starf sunddómara

5. Kynning á fyrirhugaðri æfingaferð erlendis
6. Þjálfarar kynna sig og fara yfir markmið og verkefni sundhópa
7. Fyrirspurnir og umræður 

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki um kl. 20:00. Við vonum að sem flestir hafi tök á að koma og kynnast starfi vetrarins.

Stjórnin.

 
Litla TYR mót Ægis 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 19. september 2018 08:29

Litla TYR mót Ægis verður haldið í Laugardalslaug þann 29. september nk. Mótið er fyrir 8-12 ára sundmenn sem hafa hlotið sundþjálfun og verður boðið upp á 25, 50 og 100 metra greinar og boðsundsgreinar. Mótið er í tveimur hlutum. Hér að neðan má sjá boðsbréf fyrir mótið og áætlun.

Mótið er opið öllum sundfélögum. Guðmundur Sveinn Hafþórsson ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) yfirþjálfari, svarar spurningum um mótið og sendir LXF skrá til þeirra sem vilja skrá sundmenn.

 
Fréttir af afreksstarfi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 06. september 2018 09:31

Í þessari viku sækir Guðmundur yfirþjáfari Ægis, 50 ára afmælisráðstefnu bandaríska sundþjálfarasambandsins, ASCA. Ferð Guðmundar er liður í að efla þjálfun enn frekar hjá Ægi og mun hann miðla reynslu og efni af ráðstefnunni til allra þjálfara Félagsins. Á ráðstefnunni munu færustu þjálfarar heims fjalla um sundíþróttina og sundþjálfun frá ýmsum hliðum, allt frá barna- og unglingaþjálfun upp í afreksþjálfun, styrktarþjálfun sundmanna, nýjustu tækni og nýtingu gagna við þjálfun, svo fátt eitt sé talið.

Stjórnin.

 
 

Á döfinni:

TYR sundfatnaður og fylgihlutir
Aqua Sport – sundverslun, Bæjarlind 1-3 í Kópavogi er einn af aðalstyrktaraðilum Ægis. Ægiringar fá verulegan afslátt af vörum verslunarinnar. Opið frá kl. 10 – 17. 30 virka daga.
Nánar á Aquastport.is

Heimasiða Aquasport

Heimasíða TYR


  Nýjasta tölublað Swimming World