RIG |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Föstudagur, 24. janúar 2025 19:24 |
Sundkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram 24. - 26. janúar 2025
Það eru 20 Ægiringar sem synda á RIG í ár en Ægir keppir sem hluti af Reykjavíkurliðinu sem er sameiginlegt lið allra sundfélaga í Reykjavík.
Það verður því sannkölluð sundveisla í Laugardalslauginni þegar sterkasta sundfólk Íslands, Ólympíufarar og sterkt sundfólk frá norðurlöndunum, evrópu, asíu og víðar úr heiminum kemur saman til að hefja 50m tímabilið. Sundkeppnin verður ein sú sterkasta sem hefur verið á RIG, von er á um 180 erlendum keppendum en um 350 íþróttamenn munu stinga sér í sundlaugina.
Við hvetjum ykkur til að mæta og styðja okkar fólk.
Keppnin fer fram í Laugardalslaug:
- Föstudagur 16:00-20:00 – undanrásir og úrslit
- Laugardagur 9:30-13:00 – undanrásir
- Laugardagur 17:00-19:30 – úrslit
- Sunnudagur 9:30-13:00 – undanrásir
- Sunnudagur 17:00-19:30 – úrslit
Við sjáum og veitingar í sjoppunni og því tilvalið að fá sér kaffi og veitingar og styrkja Ægi í leiðinni.
Hægt er að fylgjast með keppninni rafrænt því að smella hér. https://live.swimify.com/competitions/reykjavik-international-games-2025-01-24/events/summary/1/1 |
|
Jólaskemmtun Reykjavíkurfélagana |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Föstudagur, 20. desember 2024 23:14 |
Reykjavíkurfélögin héldu sameiginlega jólaskemmtun í Laugardalslaug þann 14. desember.
Jólaskemmtunin var í tveimur hlutum hlutar þar sem fyrri hlutinn var jólametamót og svo jólaskemmtihluti á eftir.
Þátttakendur voru 199 í heildina og af þeim voru 41 sundmenn frá Ægi og sýndu yngstu iðkendurnir hvað þeir voru búnir að læra í vetur og eldri sundmenn kepptu í blönduðu boðsundi með núðlur.
Jólasveinninn kom með glaðning handa krökkunum svo var synt í kringum jólatré og var svo endað á happadrætti með fjöldann allan af vinningum.
Það var því mikið fjör og gleði á sameiginlegri jólaskemmtun Reykjavíkurliðanna.
|
ÍM25 8.-10. nóvember 2024 |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Fimmtudagur, 07. nóvember 2024 17:26 |
Sundfélagið Ægir syndir sem hluti af liði Reykjavíkur á Íslands- og Unglingameistaramótinu í 25m laug sem fram fer í Ásvallalaug, í Hafnarfirði, helgina, 8.-10. nóvember 2024.
Sundráð Reykjavíkur sendir frá sér sameiginlegt lið Reykjavíkur sem er samansett af Sunddeildum KR, Fjölnis og Ármanns sem og Sundélagsins Ægis. Það eru 41 sundmenn sem synda fyrir Reykjavík á ÍM25 2024 og þar af eru 18 frá Sundfélaginu Ægi.
Hægt er að fylgjast með úrslitum hér: https://live.swimrankings.net/43947/
Einnig verður streymi alla helgina hér : https://www.sund.live/channel?name=im25
Áfram Reykjavík!
|
Nettó mót Ægis 12. okt |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Laugardagur, 05. október 2024 10:21 |
Nettó mót Sundfélagsins Ægis verður 12. október fyrir krakka 13 ára og yngri.
Frábært mót fyrir sundmenn sem eru að synda sín fyrstu sundtök á móti.
Mótið er í tveimur hlutum og verða veitt þátttökuverðlaun til 10 ára og yngri í 1. hluta. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sæti í einstaklings greinum í 11 ára og yngri og 13.ára og yngri í öðrum hluta. Aðeins eru veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í boðsundgreinum. Ekki eru veitt sérstök verðlaun í flokkum fatlaðra.
Sú nýbreytni verður á þessu móti, að það verða innheimt þátttökugjöld í stað stungugjalda. Allar upplýsingar veitir Berglind Ósk Bárðardóttir, yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis í tölvupósti
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Við hvetjum alla Ægisforeldra til að hjálpa til við mótið hvort sem það eru dómarstörf, sjoppan eða annað.
Smellið hér til að skoða starfsmannaskjalið til að skrá sig í verkefni.
Ægis keppnisfatnaður verðir til sölu í sjoppunni. Hægt er að skoða hann nánar með því að smella hér.
|
Æfingar haustið 2024 |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Þriðjudagur, 03. september 2024 20:48 |
Nú eru æfingar komnar á fullt í öllum hópum.
Æfingatöflu vetrarins má finna með því að smella hér.
Það er ennþá laust í nokkra hópa og því er um að gera tryggja sér pláss sem fyrst. Skráningar og nánari upplýsingar um alla hópa er að finna með því að smella hér.
|
|
|
|