find us on facebook

hb

InnskráningWorldClass


banner_12.jpg
 
Verið velkomin á heimasíðu Ægis
Eygló í úrslit á glæsilegu Íslandsmeti! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 12. ágúst 2016 06:44

Eygló Óska Gústafsdóttir synti í nótt í fyrri undanúrslitariðliunum í 200m baksundi. Eygló endaði í 3ja sæti í riðlinum á nýju íslandsmeti en hún synti á 2:08,84. Þetta nægði henni í 7 sæti inn í úrslitin sem synt verða í nótt. Einungis 1 sekúndubrot skildi 3 sundkonur að í 6-8 sæti inn í úrslitasundið. Til hamingju Eygló Ósk og Jacky Pellerin og við höldum áfram að senda ykkur góða strauma til Ríó.

Stjórnin.

 
Nýtt sundár að hefjast Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 11. ágúst 2016 09:06

Kæru sundmenn í Ægi, nýtt sundár er að hefjast. Æfingar hefjast skv. æfingatöflu sem hér segir:

 • Brons, Silfur, Gull, Demantar og Elite- hópar hefja æfingar mánudaginn 15. ágúst.
 • Höfrungar, Bleikjur og Laxar hefja æfingar fimmtudaginn 1. september.
 • Fyrsta Gullfiskanámskeiðið hefst þriðjudaginn 6. september.

Nú er hægt að skrá sundmenn í sundhópa og ganga frá æfingagjöldum á skráningarvef félagsins. Aðstandendur Gullfiska, vinsamlegast hafið samband í síma á símatíma félagsins eða á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Allar upplýsingar má fá á skráningarsíðunni, í krækjunum hér vinstra megin á síðunni og hér að neðan:

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst.
Stjórnin.
 
Eygló syndir 200m baksund í dag Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 11. ágúst 2016 07:58

Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í dag 200m baksund á Ólympiuleikunum í Río en það er hennar sterkasta grein. Við sendum Eygló baráttukveðjur fyrir þetta sund. Með henni á leikunum er Jacky Pellerin yfirþjálfari Ægis og landsliðsþjálfari. Morgunblaðið tók saman skemmtilega nærmynd af Eygló sem skoða má hér.

Anton Sveinn McKee úr Ægi hefur lokið keppni á leikunum með ágætum árangri en hann var aðeins fáeinum sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit í 200 m bringusundi.

Þá óskum við Hrafnhildi Luthersdóttur úr SH innilega til hamingju með glæsilegan árangur á Ólympíuleikunum en hún lauk keppni í nótt.

Stjórnin.

 
Anton Sveinn og Eygló Ósk á ÓL í Brasilíu Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 06. ágúst 2016 15:25

Ægiringarrnir Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir eru nú að hefja keppni á Ólympíuleikunum í Río í Brasilíu. Anton syndir 100 m bringusund í undanrásum í dag, laugardag kl. 18:00 að Íslenskum tíma en Eygló Ósk syndir á morgun sunnudag 100 m baksund kl. 16:00 í undanrásum. Þá hefur Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH einnig keppni á morgun. Við Ægiringar sendum þeim Antoni, Eygló og Hrafnhildi góða strauma fyrir þennan mikilvæga áfanga.

Tengdar fréttir:

Stjórnin.

 
Ert þú sundþjálfari? Vilt þú starfa hjá Sundfélaginu Ægi? Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 13. júlí 2016 21:13

Við leitum að öflugum sundþjálfara í okkar frábæra þjálfarahóp til að þjálfa yngri sundmenn félagsins á næsta sundtímabili 2016/2017. Hóparnir æfa í sundlaug Breiðholts, Sundhöll Reykjavíkur og í Laugardalslaug.

 Starfssvið:

 • Þjálfun yngri hópa félagsins: Bleikjur, Laxar og Höfrungar undir handleiðslu yfirþjálfa
 • Halda utan um iðkendaskrá sundmanna og mætingar
 • Hafa frumkvæði að þátttöku í mótum í samvinnu við yfirþjálfara
 • Vera helsti tengiliður foreldra sundmanna
 • Starfa með öflugum þjálfarahópi Ægis að framtíðarsýn og eflingu sundíþóttarinnar

Hæfni:

 • Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun
 • Íþróttafræðimenntun er kostur
 • Sérhæfing í sundþjálfun er kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
 • Viðkomandi þarf að geta unnið í einstöku samstarfi við börn og verið þeim ávallt góð fyrirmynd

Hjá Sundfélagin Ægi starfa 10 þjálfarar, yfirþjálfari er Jacky Pellerin. Hann hefur mikla alhliða reynslu sem sund- og yfirþjálfari. Jacky er einnig þjálfari landsliðsins í sundi. Sundfélagið Ægir  hefur reglulega átt fulltrúa á Ólympíuleikum og fjöldan allan af sundmönnum í landsliði SSÍ bæði í fullorðins- og unglingaflokkum.

Sundfélagið Ægir stundar metnaðarfullt starf fyrir alla sundmenn félagsins. Unnið er með uppbyggjandi skipulag sem hefst í Gullfiskahópum með stigvaxandi kröfum upp í Gullhóp. Ægir er keppnisfélag sem stefnir markvisst að afrekum í sundíþróttum. Skýr ásetningur, einbeiting og þrautseigja, er sú afstaða sem Ægir væntir af hverjum og einum sundmanni sem geta leitt af sér meistara í sundíþróttum og lífsleikni.

Umsóknarfrestur er til 7. ágúst næstkomandi, nánari upplýsingar veitir Lilja Ósk Björnsdóttir á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
 

Landsbanka logo


TYR sundfatnaður og fylgihlutir
Aqua Sport – sundverslun, Bæjarlind 1-3 í Kópavogi er einn af aðalstyrktaraðilum Ægis. Ægiringar fá verulegan afslátt af vörum verslunarinnar. Opið frá kl. 10 – 17. 30 virka daga.
Nánar á Aquastport.is

Heimasiða Aquasport

Heimasíða TYR


  Nýjasta tölublað Swimming World