find us on facebook

hb

WorldClass


banner_2.jpg
 
Verið velkomin á heimasíðu Ægis
Haustfundur Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 19. september 2018 22:28

Sundfélagið Ægir verður með haustfund mánudaginn 24. september kl. 19:00 á efri hæð Laugardalslaugar. Fundurinn er fyrir foreldra og aðstandendur allra sundmanna í félaginu og er tilgangur hans að kynna starfsemi vetrarins, þjálfara félagsins og áherslur í sundþjálfun allra hópa.

Dagskráin verður eftirfarandi:

1. Stjórn býður gesti velkomna
2. Kynning á starfsemi félagsins
3. Áherslur í þjálfun, markmiðssetning og helstu liðir á atburðardagatali
4. Foreldrastarf og nefndir:

    - Foreldrafélag

    - Fatanefnd

    - Ferðanefnd

    - Fjáröflunarnefnd

    - Starf sunddómara

5. Kynning á fyrirhugaðri æfingaferð erlendis
6. Þjálfarar kynna sig og fara yfir markmið og verkefni sundhópa
7. Fyrirspurnir og umræður 

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki um kl. 20:00. Við vonum að sem flestir hafi tök á að koma og kynnast starfi vetrarins.

Stjórnin.

 
Litla TYR mót Ægis 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 19. september 2018 08:29

Litla TYR mót Ægis verður haldið í Laugardalslaug þann 29. september nk. Mótið er fyrir 8-12 ára sundmenn sem hafa hlotið sundþjálfun og verður boðið upp á 25, 50 og 100 metra greinar og boðsundsgreinar. Mótið er í tveimur hlutum. Hér að neðan má sjá boðsbréf fyrir mótið og áætlun.

Mótið er opið öllum sundfélögum. Guðmundur Sveinn Hafþórsson ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) yfirþjálfari, svarar spurningum um mótið og sendir LXF skrá til þeirra sem vilja skrá sundmenn.

 
Fréttir af afreksstarfi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 06. september 2018 09:31

Í þessari viku sækir Guðmundur yfirþjáfari Ægis, 50 ára afmælisráðstefnu bandaríska sundþjálfarasambandsins, ASCA. Ferð Guðmundar er liður í að efla þjálfun enn frekar hjá Ægi og mun hann miðla reynslu og efni af ráðstefnunni til allra þjálfara Félagsins. Á ráðstefnunni munu færustu þjálfarar heims fjalla um sundíþróttina og sundþjálfun frá ýmsum hliðum, allt frá barna- og unglingaþjálfun upp í afreksþjálfun, styrktarþjálfun sundmanna, nýjustu tækni og nýtingu gagna við þjálfun, svo fátt eitt sé talið.

Stjórnin.

 
Skráningardagur, Laugardaginn 25. ágúst Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 24. ágúst 2018 08:47

Laugardaginn 25. ágúst verður Ægir með skráningardag, og verða þjálfarar á vegum Ægis til viðtals í anddyri Breiðholtslaugar frá kl. 10:00 – 12:00. Þar verður hægt fá upplýsingar um sundhópa og skrá börn á námskeið og í sundhópa. Einnig er hægt að ganga frá skráningu á heimasíðu félagsins www.aegir.is og fá upplýsingar í tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , og í síma 820-3156.

Sundæfingar yngstu hópanna, Gullfiska og Bleikja hefjast 1. september í Breiðholtslaug.

Stjórn og þjálfarar.

 
Skráning hafin fyrir haustmisseri 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 27. júlí 2018 15:06

Kæru sundmenn og forráðamenn. Nú er skráning í sundhópa hafin fyrir haustmisseri 2018. Eins og áður þá fara skráningar fram í rafrænu skráningarkerfi Sundfélagsins Ægis (Nóra). Hægt er að greiða með greiðslukorti eða skipta greiðslum í allt að 3-5 hluta (eftir hópum) með því að fá senda greiðsluseðla í heimabanka. Hefjið skráningu með því að smella hér eða á krækjuna vinstra megin á síðunni.

Það er afar mikilvægt að skrá sundmenn sem fyrst til að hægt sé að staðfesta æfingtöflu hópanna en fyrstu drög að henni má finna hér eða á síðunni til vinstri. Vakin er athygli á því að æfingataflan getur breyst næstu vikur á meðan allir hópar eru að komast í gang.


Æfingar Gull- og Silfurhópa hefjast 1. ágúst. Aðrir hópar hefja æfingar sem hér segir:


Bronshópur 13. ágúst,

Höfrungar og Laxar, 20. ágúst,

Bleikjur og Gulfiskar 1. september.


Mikilvægt er að fylgjast með fréttum hér á heimasíðu félagsins og frá þjálfurum á facebook síðum hópanna (Gull, Silfur, Brons).

Stjórnin.

 
 

Á döfinni:

TYR sundfatnaður og fylgihlutir
Aqua Sport – sundverslun, Bæjarlind 1-3 í Kópavogi er einn af aðalstyrktaraðilum Ægis. Ægiringar fá verulegan afslátt af vörum verslunarinnar. Opið frá kl. 10 – 17. 30 virka daga.
Nánar á Aquastport.is

Heimasiða Aquasport

Heimasíða TYR


  Nýjasta tölublað Swimming World