Arena - mót Ægis í 25m laug |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Miðvikudagur, 04. október 2023 19:41 |
Arena-mót Ægis fer fram helgina 7.-8. október
Mótið verður í 4 hlutum. Annarsvegar fyrir 13 ára og eldri (hlutar 1 og 4) og 12 ára og yngri (hlutar 2 og 3). Synt er skv. reglum FINA og IPC.
Skráningar eru komnar inn á splash appið þar sem hægt er að sjá greinar sem sundmenn synda sem og tímaáætlun og ca lengd hluta.
Allar nánari upplýsingar um mótið eru hér
Við minnum alla á að skrá sig fyrir hlutverkum á mótinu inni á Sportabler spjallinu og dómarar mega endilega skrá sig hjá Ingibjörgu yfirdómara. Skráningar um dómgæslu berist til:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
Gott að vita fyrir sundmót |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Laugardagur, 30. september 2023 10:05 |
Hér er búið að taka saman frábæran lista yfir allt það sem er gott að vita fyrir sundmót.
Endilega kynnið ykkur efnið og farið yfir með sundfólkinu okkar.
Sundmót

|
Skráningar fyrir haustönn 2023 |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Sunnudagur, 13. ágúst 2023 10:39 |
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar fyrir haustönn 2023 og alla hópa.
- Gullfiskar 2x í viku 35 mín (hópur 1 byrjendur, 2 og 3 lengra komnir) æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum - hefjast 5.september. (4 - 6/7 ára) - Breiðholt
- Bleikjur 2x í viku 45mín Æfingar mánudaga og miðvikudaga - hefjast 4.september. (6 - 8/9 ára) - Breiðholt
- Laxar 3x í viku í 60 mín. Æfingar mán, þrið og fim og hefjast 4. september. (8 - 11 ára eftir getu) - Breiðholt
- Höfrungar 4x í viku í 60 mín. Æfingar mán, þrið, mið og fim, hefjast 4.september. (9 - 12 ára eftir getu) - Breiðholt
- Brons 5x í viku í 90 mín + þrek. Keppnishópur í Laugardalslaug. Hefst 14.ágúst
- Silfur 6x í viku í 90 - 120 mín + þrek. Keppnishópur í Laugardalslaug, Hófst 8.ágúst.
- Gull 6 - 9x í viku í 120 mín + þrek. Afrekshópur í Laugardalslaug. Hófst 1.ágúst.
|
Frábær árangur á AMÍ |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Þriðjudagur, 27. júní 2023 19:40 |
Frábært AMÍ að baki hjá 14 Ægis sundmönnum og þjálfurum þeirra. Frábær árangur alla helgina, mikil stemmning og góð hvatning.
Í heildina 16 einstaklings verðlaun og þrenn verðlaun í boðsundum. Þið eruð frábær krakkar! Framtíðin er björt.
Til hamingju sundmenn, þjálfarar og allir aðrir

|
Frábær sundnámskeið fyrir káta krakka |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Miðvikudagur, 14. júní 2023 17:55 |
Sumarsundnámskeið Ægis hefjast 19. júní og eru fyrir börn frá 4 ára aldri. Frábær námskeið fyrir börn til að læra undirstöðuatriðin í sundi. Kennsla fer fram í innilauginni í Breiðholtslaug og er hver tími tími 30 mínútur. Hvert námskeið stendur yfir í 9 eða 10 daga (2 vikur virka daga).
- námskeið 19. - 30. Júní (10 dagar) - verð: 10.500 kr.
- námskeið 3. - 14 Júlí (10 dagar) - verð: 10.500 kr.
- námskeið 17. - 28. Júlí (10 dagar) - verð: 10.500 kr.
- námskeið 31. júlí - 11. ágúst (9 dagar) - verð: 9.800 kr.
Tímar sem eru í boði 9:00 - 9:45 - 10:30 - 11:15 - 12:30 og 13:15. Systkini sem eru skráð saman á námskeið fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi. Skráning fer fram á www.sportabler.com/shop/aegir/sund eða með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
ÂÂÂÂÂÂÂÂ

|
|
|
|