Lágmörk á sundmót og landslið Prentvæn útgáfa


Almenn sundmót á vegum SSÍ


ÍM-25 er Íslandsmeistaramótið í 25m laug og er haldið í nóvember ár hvert.  Um er að ræða fjögra daga mót þar sem keppt er í undanrásum og úrslitum. Stefnt er á að sem flestir sundmenn í Gull og Silfur hópum nái lágmörkum á þetta mót.

 

ÍM-50 er Íslandsmeistaramótið í 50m laug og er haldið mars ár hvert.  Um er að ræða fjögra daga mót þar sem keppt er í undanrásum og úrslitum. Stefnt er á að sem flestir sundmenn í Gull og Silfur hópum nái lágmörkum á þetta mót. Sjá hér krækju á upplýsingar um ÍM-50 á heimasíðu Sundsamabands Íslands.

 

AMÍ er Aldursflokkameistaramót Íslands og er haldið í júní ár hvert í aldursflokkum upp að 17 ára aldri. Sundmenn keppa til stiga fyrir sitt félag og það félag sem fær flest stig verður Aldursflokkameistari en einnig geta sundmenn orðið Aldursflokkameistarar í einstaklingreinum.  Stefnt er á að sem flestir sundmenn í Sundfélaginu Ægi á þessum aldri nái lágmörkum á þetta mót. 

 

Nánari upplýsingar um þessi mót má finna á heimasíðu SSÍ  http://www.sundsamband.is.

 

Landslið


Landsliðsnefnd og stjórn SSÍ semja viðmið og lágmörk við val landsliða SSÍ.


Unglingalandslið

Fyrsta þrep unglingalandsliðs er alþjóðlegt mót í Apríl. Næsta stig eru svo Norðurlandamót unglinga haldið í desember ár hvert. Þriðja og erfiðasta þrepið er svo Evrópumeistaramót Unglinga haldið í júlí/ágúst.
Einnig hefur verið valið í æfingahópa SSÍ en Landsliðsnefnd SSÍ vinnur að nánari útfærslu á þeim.

 

Landslið SSÍ

Tekur þátt í alþjóðlegum mótum svo sem Evrópumeistaramótum sem eru haldin bæði í 25m laug og í 50m laug, pill á  Smáþjóðaleikar eru haldnir í maí annað hvert ár. Heimsmeistaramótum bæði í 25m laug og í 50m laug. Fjórða hvert ár er svo keppt á Ólympíuleikum.

 

Nánari upplýsingar um Landslið, reglur og val í þau má finna á heimasíðu SSÍ http://www.sundsamband.is