Gullfiskanámskeiðin byrja á morgun Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 14. september 2020 21:00

Enn er verið að gera við innilaugina í Breiðholtslaug og því ekki hægt að hefja Gullfiskanámskeiðin þar fyrr en eftir uþb. 2 vikur. Í millitíðinni höfum við ákveðið að færa námskeiðin út í barnalaugina og byrja strax á morgun, þriðjudag. Símon Geir Þorsteinsson og Hjördís Freyja Kjartansdóttir annast þjálfunina. Við biðlum til foreldra barna sem eru óörugg í vatni að vera með þeim í lauginni þessa viku. Vonandi gengur þetta vel.

Stjórn og þjálfarar.