Ægir kynnir nýja fatalínu Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 07. júní 2019 21:04

hettupeysa aerena

Sundmenn Ægis fá 20% afslátt af ARENA sundvörum í verslunum Útilífs í Kringlunni og Smáralind. Framvísa skal sundkorti eða skilríkjum.

 

  

NÝ FATALÍNA ÆGIS

Sundfélagið Ægir hefur endurnýjað fatalínu sínu og samið við Ítalska sundfataframleiðandann ARENA um æfingafatnað. Sundmönnum gefst nú kostur á að kaupa "startpakka" sem inniheldur hettupeysu, síðbuxur, stuttermabol, stuttbuxur og sundhettu á sérstöku AMÍ verði eða kr. 16.000,-. Eftir AMÍ hækkar verðið í kr. 17.000- en  fullt verð fyrir pakkann ef fötin eru keypt stök er kr. 19.400,-. Startpakkinn verður afhentur fyrir AMÍ.

 

Greiða má fyrir fötin með því að leggja inn á reikning félagsins: 0115-26-004206, kt. 420369-4929, setja nafn sundmanns í skýringu og senda kvittun á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Fötin eru afhent gegn framvísun kvittunar.

 

Sérstakur mátunardagur verður eftir sundæfingu milli kl. 10:00 og 11:00 laugardaginn 8. júní. 

 

Alla fatalínuna má skoða hér