Litla TYR mót Ægis 2018 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 19. september 2018 08:29

Litla TYR mót Ægis verður haldið í Laugardalslaug þann 29. september nk. Mótið er fyrir 8-12 ára sundmenn sem hafa hlotið sundþjálfun og verður boðið upp á 25, 50 og 100 metra greinar og boðsundsgreinar. Mótið er í tveimur hlutum. Hér að neðan má sjá boðsbréf fyrir mótið og áætlun.

Mótið er opið öllum sundfélögum. Guðmundur Sveinn Hafþórsson ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) yfirþjálfari, svarar spurningum um mótið og sendir LXF skrá til þeirra sem vilja skrá sundmenn.