Fréttir af afreksstarfi Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 06. september 2018 09:31

Í þessari viku sækir Guðmundur yfirþjáfari Ægis, 50 ára afmælisráðstefnu bandaríska sundþjálfarasambandsins, ASCA. Ferð Guðmundar er liður í að efla þjálfun enn frekar hjá Ægi og mun hann miðla reynslu og efni af ráðstefnunni til allra þjálfara Félagsins. Á ráðstefnunni munu færustu þjálfarar heims fjalla um sundíþróttina og sundþjálfun frá ýmsum hliðum, allt frá barna- og unglingaþjálfun upp í afreksþjálfun, styrktarþjálfun sundmanna, nýjustu tækni og nýtingu gagna við þjálfun, svo fátt eitt sé talið.

Stjórnin.