Anton Sveinn McKee á NCAA Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 25. mars 2017 15:41

Anton Sveinn McKee, discount sundmaðurinn okkar úr Ægi keppir nú í síðasta skipti Á NCAA fyrir hönd háskóla síns í Alabama eftir fjögura ára veru þar.  NCAA er lokamót háskólaraðarinnar í Bandaríkjunum. Mótið er gríðalega sterkt í ár og eru 45 Ólympíufarar meðal þeirra 270 karla sem keppa en konurnar kepptu fyrir viku síðan. Hver keppandi má aðeins keppa í þremur greinum og Anton Sveinn synti á fimmtudag 200 yarda fjórsund og var við sinn besta tíma en hann setti skólamet í greininni fyrir mánuði síðan. Anton Sveinn synti í gær undanrásir í 100 yarda bringusundi og náði að synda sig inn í B úrslit á tímanum 52.38 sem er við hans besta tíma í ár og hafnaði síðan í 16. sæti í úrslitunum. Í dag synti Anton í 200 yarda bringusundi sem er hans sterkasta grein og náði þar öðrum besta tímanum inn í A úrslit. Úrslitasundið verður seinna í kvöld.

Anton Sveinn hefur hefur komist í A úrslit þrjú ár í röð og er eini íslenski sundmaðurinn sem hefur náð þeim árangri. Á þessum móti fá allir þeir sem synda í A úrslitum samskonar verðlaunagrip. Mótið er liðakeppni og fá fyrstu 16 sundmenn stig fyrir lið sitt.  

Hægt er að fylgjast með sundi Antons í kvöld á svimswam.com og swimmingworldmagazine.com.