AMÍ 2017 - Starfsfólk vantar Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 13. júní 2017 09:36

Nú styttist óðum í AMÍ og þurfum við á ykkar hjálp að halda til að þetta verði frábært mót. Það eru mörg verk sem þarf að manna. Hér fyrir neðan er krækja á skjal þar sem hægt er að skrá sig á vaktir. Þið finnið nafnið á ykkar sundmanni og vaktina sem þið viljið vinna og skráið nafnið ykkar í reitinn( þess sem vinnur vaktina ). Þeir sundmenn sem synda á AMÍ og eiga fulltrúa sem vinnur 10 tíma eða meira fær 10.000kr afslátt af mótagjaldinu sem er 22.900kr. Þeir sem eiga ekki sundmann á mótinu en vilja aðstoða okkur fá 5.000kr afslátt af æfingagjöldum næsta haust ef unnir eru 5 tímar og 10.000kr afslátt ef unnir eru 10 tímar afslátturinn getur ekki orðið hærri en 10.000kr.

Talan fyrir framan nafnið á vaktinni segir til um hversu marga þarf á þessa vakt.

  • Eldhús:      Hjálpa kokkinum, Skammta og ganga frá í sal og eldhúsi eftir matinn.
  • Skóli:         Sjá um að allt sé í lagi í skólanum t.d skipta um klósettpappír og ruslapoka.
  • Sjoppa:      Standa vaktina og gera það sem þarf í sjoppunni og sjá um kaffi fyrir dómara og tæknibúr.
  • Fararstjóri: Gistir með krökkunum og heldur utan um hópinn vekur þau og passar uppá að þau mæti á réttum tíma í laugina og í mat. Sér um bakkamat fyrir okkar lið.

Annað skýrir sig sjálft.

Krækja á vaktaskráningarskjal.
Kveðja Lilja.